Afnot af landi í eigu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1307009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10.07.2013

Haraldur Björnsson fyrir hönd Fjáreigendafélags Siglufjarðar óskar eftir því að nýta land Efri- og Neðri-Skútu til hagabeitar yfir sumarið. Einnig óskar hann eftir því að fá til afnota það svæði í kringum Hól, sem Golfklúbbur Siglufjarðar nýtir nú undir golfvöll en mun ekki gera eftir að hann flytur yfir á nýjan völl í Hólsdal. Hyggjast fjáreigendur nýta svæðið til sláttar, ef af verður, til heyöflunar fyrir vetrarfóðrun.

Nefndin bókar að nú standa yfir samningaviðræður við hestamannafélagið Glæsir um afnotarétt á landi Efri- og Neðri- Skútu og er því ekki hægt að taka ákvörðun um málið á þessu stigi. Varðandi svæði í kringum Hól þá telur nefndin ekki tímabært að úthluta því þar sem golfvöllurinn verður að minnsta kosti næstu tvö árin þar.