Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Málsnúmer 1306054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 20. júní 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Sunnu Bjargar Valsdóttur um tækifærisleyfi fyrir Tónlistarhátíðina Ólæti, sem verður haldin helgina 4.-7. júlí 2013.
Sótt er um leyfið á grundvelli 17.gr. laga nr.85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  
Tónleikarnir fara fram í gamla frystihúsinu að Námuvegi 2, Ólafsfirði. Jafnframt er sótt um áfengisleyfi vegna skemmtunarinnar.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tilhögun hátíðarinnar, en leggur áherslu á gott eftirlit og góða vörslu á hátíðinni.