Stöðufundur stjórnar bs. málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 1306053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

Lagt fram bréf frá verkefnastjóra þjónustuhóps um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra frá 4. júní 2013 og einnig minnisblað frá stöðufundi frá 19. júní 2013 sem haldinn var í Miðgarði í Skagafirði.

 

Bæjarráð tekur undir ályktun fundarins og vísar í bréf framkvæmdastjóra SSNV.
Bæjarráð átelur vinnubrögð og tillögu Jöfnunarsjóðs og telur að verkefnið sé í raun í uppnámi.

 

Bæjarráð telur mikilvægt að sátt sé um framkvæmd á yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og þar skiptir sátt um aðferðafræði við tekjujöfnun milli sveitarfélaga mestu máli.