Skipan í samráðsvettvang um sóknaráætlun Norðurlands eystra

Málsnúmer 1301102

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 05.02.2013

Í erindi Eyþings frá 22. janúar 2013, er óskað eftir tilnefningu fulltrúa Fjallabyggðar í samráðsvettvang sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
Bæjarstjóri upplýsti um fund sem haldinn var 4. febrúar á Akureyri og hann, ásamt Bjarkey Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa og Karítas Skarphéðinsdóttur Neff fræðslu- og menningarfulltrúa sóttu.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að aðalfulltrúar verði Sigurður Valur Ásbjarnarson og Bjarkey Gunnarsdóttir og til vara Þorbjörn Sigurðsson og Egill Rögnvaldsson.