Grunnskóli Fjallabyggðar - Breyting fjárhagsáætlunar 2012 vegna framkvæmda

Málsnúmer 1203083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27.03.2012

Á 251. fundi bæjarráðs var farið yfir samþykkt fjármagn í áætlunum vegna framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Samtals samþykkt fjármagn til framkvæmda í áætlunum er 230 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2011, voru lagðar til 43 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2012, 175 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2013, 12 m.kr.
Á árinu 2011 voru notaðar 6 m.kr. af þeirri heimild.

Bæjarráð samþykkir að heimila flutning á 37 m.kr. af ónotuðu framkvæmdafé ársins 2011 yfir til ársins 2012.