Reglur um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1103057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 206. fundur - 15.03.2011

Lagðar fram tillögur fræðslunefndar að reglum um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar.
Í fylgiskjali frá fræðslu- og menningarfulltrúa koma fram áherslupunktar varðandi kynningu og fjármagn.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar reglur verði samþykktar með lítilsháttar orðalags breytingum og að unnið verði eftir þeim að lokinni staðfestingu bæjarstjórnar í fullu samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

Framlög til verkefnisins verða til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 og taka að fullu gildi frá og með næstu áramótum.