Húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar.

Málsnúmer 1004069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 168. fundur - 26.04.2010

46. fundur fræðslunefndar beindi því til bæjarstjórnar að vinna við húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar verði sett af stað í tengslum við framtíðarskipulag fræðslumála, þar sem gert er ráð fyrir að Grunnskóli Fjallabyggðar sé kominn í tvö hús árið 2012.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur sem hefji undirbúning verkefnisins.  Vinnuhópinn skipi, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, formaður bæjarráðs, fræðslu- og menningarfulltrúi, skipulags- og byggingarfulltrúi og bæjarstjóri.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 187. fundur - 19.10.2010

Skipan starfshóps

Í tengslum við framtíðarskipulag fræðslumála, þar sem gert er ráð fyrir að Grunnskóli Fjallabyggðar sé kominn í tvö hús árið 2012, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að ræða um byggingarframkvæmdir skólamannvirkja á vegum Fjallabyggðar.
Vinnuhópinn skipi: Sigurður Valur Ásbjarnarson, Ingvar Erlingsson og Helga Helgadóttir.

 

Vinnuhópurinn kallar síðan skólastjórnendur og aðra hagsmunaaðila til fundar við nefndina.
Einnig mun vinnuhópurinn velja einn aðila til að útfæra og vinna tillögu með nefndinni.