Hönnun vega og lagna í sumarhúsabyggðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1003141

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 07.04.2010

Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir verðum í hönnun á vegum og vatns- og frárennslislögnum í þrjár sumarhúsabyggðir í sveitarfélaginu, Hólkot og Reyki Ólafsfirði og Saurbæjarás á Siglufirði.  Eftirtöldum verkfræðistofum voru send gögn: Verkfræðistofa Norðurlands, Verkfræðistofa Siglufjarðar, Verkfræðistofan Hnit, Mannvit, VSÓ Ráðgjöf og Verkvís.

Verð bárust frá öllum stofunum og var VSÓ Ráðgjöf með lægsta verð í hönnun vegna Hólkots og Saurbæjaráss en Verkfræðistofa Siglufjarðar með lægsta verð í hönnun vegna Reykja.

Þar sem VSÓ Ráðgjöf er með lægsta heildartilboðið, þá leggur nefndin til að gengið verði til samninga við þá.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Þorgeir situr hjá.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 28.04.2010

Á síðasta fundi var lagt til að ganga til samninga við VSÓ ráðgjöf um hönnun og lagnir í sumarhúsabyggðum Fjallabyggðar.

Forsendur hafa breyst á þann veg að lagt er til að gengið verði til samninga við VSÓ um 2 verk og Verkfræðistofu Siglufjarðar um 1 verk og eru það um lægstu verðin í verðkönnunni.

Erindi samþykkt.