Sól er tekin að skína yfir alla Fjallabyggð
Í dag, þriðjudaginn 28. janúar, fagna íbúar Siglufjarðar hinum langþráða sólardegi eftir 74 daga fjarveru. Sólin hverfur á bak við fjöllin í suðri 15. nóvember ár hvert og birtist ekki aftur fyrr en seint í janúar, en í Ólafsfirði lét hún fyrst sjá sig laugardaginn 25. janúar.