7 - Rauðskörð úr Ólafsfirði

Vegalengd: 13 km
Leið: Kleifar - Rauðskarðsdalur - Rauðskörð - Víkurdalur - Vík.
Mesta hæð: 570 m.
Göngutími: 3-4 klst.
GPS: hedinsfjordur-olafsfj.gpx

Lagt er upp frá Kleifum norðan Ólafsfjarðar og gengið frá leiðarmerki við veginn. Gangan er létt fyrsta spölinn, gengið eftir vel merktri slóð fram dalinn undir bröttum tindi Syðriárhyrnu. Þegar komið er fram að ármótum þar sem áin greinist í Syðriá og Rauðskarðsá er farið yfir ána og fylgt merkingum. Innan við Rauðskarðshnjúk eru Rauðskörð og bera þau heiti sitt af rauðu bergi sem er í þeim.

Gengið er nú í brattri skriðu. Ganga skal inn fyrir klettana sem eru undir skarðinu, á bergvegginn hefur verið málað með gulri málningu og skal fara í skriðuna framan við gilið sem þar er og mjög vel merkjanlegur stígur í skriðuna.

Fyrir framan Rauðskarðshnjúk sést í Loftskörð sem mynda tvö skörð í fjallgarðinum, oft eru þau tekin fyrir Rauðskörð og þó að þau séu fær ættu menn ekki að fara þau. Innan við Rauðskarðshnjúk eru Rauðskörð og bera þau heiti sitt af rauðu bergi sem er í þeim.

Þegar ofar er komið í skriðuna er gengið til austurs yfir gilið og upp á grasivaxinn hjalla og þaðan eftir slóða upp í skarðið, vörðubrot er í skarðinu. Leiðin niður í Héðinsfjörð er greið og úr skarðinu er oftast hægt að ganga á snjó. Úr skarðinu er gengið niður í litla skál eða lítið dalverpi og er í því miðju stór steinn sem gjarnan er hvílst við. Lítill lækur rennur eftir skálinni og ætti að fylgja þeim læk frekar en merktu leiðinni en hún liggur í nokkrum nliðarhalla. Leiðin er stikuð alveg niður að Vík.

Distance:  13 kilometres.
Route: Kleifar – Rauðskarðsdalur – Rauðskörð – Víkurdalur – Vík.
Maximum elevation: 570 metres.
Hiking time in hours: 3-4 hours.
GPS: hedinsfjordur-olafsfj.gpx

We start from Kleifar, north of Ólafsjörður, and walk past the waymarks by the road. The walk is an easy first step, followed by a well-marked path to the valley under the steep summit of Syðriárhyrna. When you reach the junction where the river branches into Syðriá and Rauðskarðsá, cross the river and follow the signs. Inside Rauðskarðhnjúk are Rauðskarð and they get their name from the red rock that is in them.

It is now a steep climb. You have to walk in front of the rocks that are under the pass, the rock wall has been painted with yellow paint and you have to go into the slide in front of the gorge that is there and a very well marked path into the slide.

In front of Rauðskarðhnjúk you can see Loftskörð, which form two passes in the mountain range, they are often mistaken for Rauðskárð and although they are passable, people should not go through them. Inside Rauðskarðhnjúk are Rauðskarð and they get their name from the red rock that is in them.

When you get to the top of the slide, walk east across the ravine and up onto the grassy hill and from there follow a trail up to the pass, there is a guardrail in the pass. The path down to Héðinsfjörður is smooth and from the pass you can usually walk on snow. From the pass, you walk down to a small bowl or a small valley nest, and in the middle there is a large stone that you like to rest on. A small stream runs along the basin and you should follow that stream rather than the marked path, as it lies on a slight incline. The route is marked all the way down to Vík.