11 - Botnaleið - Héðinsfjörður

Vegalengd: 19 km
Leið: Siglufjörður – Hólsskarð - Ámárdalur - Héðinsfjörður

Mesta hæð: 630 m.
Göngutími: 5-7 klst.

Gangan hefst við bílastæðið við stífluna í botni Hólsdals í Siglufirði. Best er að halda sér vestan við Hólsána (Fjarðará) og fylgja kindagötu upp með ánni. Ef áin er vatnslítil er oft hægt að stikla yfir hana þegar komið er spölkorn inn fyrir foss er nefnist Gálgafoss. Þegar yfir ána er komið liggur beinast við að fylgja leifum af hestagötu er liggur upp í Hólsskarð (630m). Brekkan undir skarðinu er nokkuð brött en annars er gönguleiðin upp eftir dalnum þægileg með jafnri hækkun, enda fjölfarin hestaleið fyrr á öldum. Af skarðinu sést vel niður Ámárdal í Héðinsfirði.

https://www.relive.cc/view/vrqDg7BjYL6

Distance: 19 kilometres
Route:  Siglufjörður – Hólsskarð - Ámárdalur - Héðinsfjörður
Maximum elevation: 630 metres.
Hiking time in hours: 5-7 hours.

The walk starts at the parking lot at the dam at the bottom of Hólsdal in Siglufjörður. It is best to stay west of the Hólsána (Fjarðará) and follow a sheep path up the river. If the river is low in water, it is often possible to cross it when you get to a waterfall called Gálgafoss. When you cross the river, you can focus on following the remains of a horse track that leads up to Hólsskarð (630m). The slope under the pass is quite steep, but otherwise the hiking trail up the valley is comfortable with an even rise, as it was a popular horse trail in the past. From the pass you can clearly see down Ámárdal in Héðinsfjörður.

https://www.relive.cc/view/vrqDg7BjYL6