Siglufjarðarkaupstaður sækir um að taka þátt í verkefni um "Rafrænt samfélag".

Þrettán sveitarfélög og samtök sendu inn umsókn vegna verkefnisins rafrænt samfélag sem Byggðastofnun stendur að. Úr umsóknum verða valin fjögur til átta byggðarlög sem fá styrk allt að tveimur milljónum króna til að fullgera tillögur sínar úr forvali. Af þeim verða valin tvö til fjögur byggðarlög til þátttöku í þróunarverkefnum á árunum 2003 til 2006 og til þess fá byggðalögin styrki frá ríkinu gegn jafn háu eigin framlagi. Töluvert fleiri umsóknir bárust en von var á en það er Ríkiskaup sem annast framkvæmd forvalsins. Þeir sem sóttu um eru:Sveitarfélagið HornafjörðurAkraneskaupstaðurDalabyggðGrundarfjarðarbærAðaldælahreppur, Húsavíkurbær og ÞingeyjasveitDalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppur, Ólafsfjarðarbær og SiglufjarðarkaupstaðurSamtök sveitafélaga á norðurlandi vestraSveitarfélagið SkagafjörðurÖxafjarðarhreppur og KelduneshreppurÖxafjarðarhreppur og KelduneshreppurSnæfellsnesbær Sveitafélagið Árborg, Sveitafélagið Hveragerði og Sveitafélagið Ölfus VestmannaeyjabærSiglufjarðarkaupstaður sækir um með Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra jafnframt því sem sótt er um með sveitarfélögum við Eyjafjörð.Meginhugmynd verkefnisins er að hrinda í framkvæmd metnaðarfullum aðgerðum á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni. Aðgerðirnar skulu hafa það að markmiði að auka nýsköpun í atvinnulífi og bæta afkomu íbúa, auka menntun og menningarstarfsemi, bæta heilsugæslu og félagsaðstöðu og efla lýðræði.Frétt á local.is