Sápuboltinn Ólafsfirði haldinn helgina 19. -21. júlí 2024

Sápuboltinn á Ólafsfirði

Bráðskemmtileg hátíð sem hentar öllum aldurshópum. Hver elskar ekki að horfa á aðra detta, klæða sig í búning og hafa gaman í góðra vina hópi. Haldir ykkur hreinum í sumar og rennið norður 19. júlí.

Um sápuboltann

Á mótinu spila fjórir saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum. Mótið fer fram á dúk sem er 15x20 að stærð og notast er við handboltamörk. Liðin eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum á lokahófi Sápuboltans sem fer fram samdægurs. Þegar líða fer að kveldi tekur við skemmtun fram eftir nóttu.

Dagskrá

Föstudagur

19. júlí

 
16:00 - 18:00
Krakkasápubolti
Ekki þarf að skrá börn, bara mæta og taka þátt. (Aldursskipt verður á völlum og krakkar undir 10 ára þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum).
23:00 - 03:00
Stuðlabandið í Tjarnarborg.
Ein skemmtilegasta hljómsveit landsins spilar inn Sápuboltahelgina.

Laugardagur

20. júlí

 
11:30
Skrúðganga keppenda.
Farið er frá Barnaskólanum (við hliðina á sundlauginni). Takið þátt í stystu skrúðgöngu landsins!
12:00
Sápuboltamótið 2024 hefst.
Keppni í sápuboltanum 2024 hefst á hóteltúninu og keppt verður fram eftir degi.
16:30
Úrslitaleikur Sápuboltans 2024.
Slökkvilið Fjallabyggðar mætir og dælir froðu á leikmenn og völlinn
20:00 - 22:00
Útiskemmtun við Tjarnarborg.
Verðlaun veitt fyrir afrek dagsins. Brekkusöngur verður svo haldinn.
23:00 - 03:00
Lokapartý Sápuboltans.
Við skellum svo í eitt rosalegasta partý norðan heiða í Tjarnaborg. Háski, Séra Bjössi, Patriik (Prettyboitjokko), Birnir og Daniil.

*Frekari upplýsingar verða veittar á facebook síðu okkar

*Með fyrirvara um breytingar

Verðlisti

1. júní - almenn miðasala hefst

  • Helgarpassi: 18.990kr
  • Laugardagspassi: 15.990kr
  • Föstudagsball: 6.990kr
  • Laugardagsball: 7.990kr
  • Fös og Lau ball: 13.990kr

Miðakaup

Opnaðu Aur appið

Veldu Klink í stikunni neðst á skjánum

Veldu "Sápuboltinn 2024"

Veldu hvernig týpu af miða þú vilt kaupa (Helgarpassi eða laugardagspassi)

Þegar þú klárar kaupin birtist miðinn þinn í Hólfinu í Aur

Miðakaup