Mögulega ófullnægjandi vatnsgæði á Siglufirði - íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

Í samræmi við 14. gr. reglugerðar um neysluvatn nr. 536/2001, ráðleggur Heilbrigðiseftirlitið í varúðarskyni að neysluvatnið á Siglufirði, sé soðið fyrir neyslu.

Fjallabyggð vill koma því á framfæri að allt neysluvatn á Siglufirði er geislað. Geislatæki hefur verið yfirfarið og ekkert athugavert kom fram við þá skoðun sem gæti skýrt mengun sé hún til staðar í vatnsveitu. 

Þegar sjóða þarf neysluvatn - leiðbeiningar frá MAST