Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir störf leikskólakennara og matráðs

Lausar stöður í Leikskóla Fjallabyggðar.

 

Leikskólakennarar

Leikskóli Fjallabyggðar óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa frá 12. ágúst n.k.

Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða starfsmenn með menntun/reynslu sem nýtist í starfi.

Hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Stundvísi.
  • Góð íslensku kunnátta.

 

Matráður

Leikskóli Fjallabyggðar/ Leikskálar leitar eftir matráð til að elda gómsætan og hollan mat fyrir börn og starfsfólk. Um er að ræða 100% starf. Starfið er laust frá 12. ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Matráður hefur umsjón með eldhúsi, sér um matseld, bakstur og sérfæði og skipuleggur matseðla ásamt innkaupum á hráefni. Máltíðir leikskólans eru þrjár morgunmatur, - hádegisverður og nónhressing, ásamt ávaxtastund. Áhersla er lögð á hollan og næringarríkan mat sem eldaður er frá grunni. Matráður hefur einnig umsjón með þvotti.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði matargerðar
  • Góð þekking á hollu fæði
  • Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og lipurð og færni í samskiptum
  • Góð íslensku- eða ensku kunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 2024

Launakjör eru skv. Samningi launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttafélaga

Umsækjendur þurfa að veita heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá komi þeir til greina í störfin.