Lausar stöður starfsmanna við frístundastarf yngri nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar

Lausar eru þrjár 40% stöður starfsmanna í frístundastarfi yngri nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð á Siglufirði, frá 20. ágúst nk.

Starfið felst í að vinna við frístundastarf barna í 1.- 4. bekk eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í lifandi umhverfi þar sem áhersla er lögð á góð samskipti.

Á undanförunum árum hefur byggst upp fjölbreytt frístundastarf fyrir börn í yngstu bekkjum grunnskólans í samvinnu við íþróttafélög og tónlistarskóla. Þróun þessa góða starfs heldur áfram og nú vantar viðbót í öflugt teymi starfsmanna sem halda utan um og sinna starfinu.

Vinnutími er frá 13:30 – 16:15.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsókn um starfið ásamt upplýsingum um fyrri störf ásamt nafni meðmælanda skal skilað í tölvupósti á netfang Ásu Bjarkar Stefánsdóttur skólastýru, asabjork@fjallaskolar.is

Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá komi þeir til greina í starfið.

Nánari upplýsingar fást hjá skólastýru í síma 464-9150 eða 695-9998

Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur – Sköpun – Lífsgleði

Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2024.