Laus staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar

100% staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar, Tjarnarstíg er laus til umsóknar.

Viðkomandi hefur einnig umsjón með skólahúsinu.

Staðan er laus frá 12. ágúst 2024 eða eftir samkomulagi.

Starfið er fjölbreytt, þar sem mikil áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Skólaliði sinnir almennum skólaliðastörfum sem felast í ræstingu og gæslu nemenda í 6.-10. bekk í frímínútum, bæði úti og inni. Hann opnar húsið að morgni og tekur á móti nemendum. Þá er starfsmanni sem þessari stöðu gegnir falið að hafa umsjón með skólahúsinu ásamt ýmsum viðvikum sem umsjóninni fylgir.

Vinnutími er frá 7:30 – 16:30.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsókn um starfið ásamt upplýsingum um fyrri störf ásamt nafni meðmælanda skal skilað í tölvupósti á netfang Ásu Bjarkar Stefánsdóttur skólastýru, asabjork@fjallaskolar.is

Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá komi þeir til greina í starfið.

Nánari upplýsingar fást hjá skólastýru í síma 464-9150 eða 695-9998

Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur – Sköpun – Lífsgleði

Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2024.