Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 4 og 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 6. lið fundargerðarinnar.
.1
2301062
Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026
Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023.
Bæjarráð vísar siðareglum kjörinna fulltrúa til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026".
Samþykkt samhljóða.
.3
2301069
Endurnýjun og uppsetning nuddtækis og vaktbúnaðar í Sundlaug Siglufjarðar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir minnisblaðið og samþykkir framlagðan viðauka nr. 2/2023.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.4
2301070
Grunnskóli Fjallabyggðar - Betri vinnutími
Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu starfshóps kennara um tilhögun við styttingu vinnutíma í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.5
2301074
Afskriftir viðskiptakrafna 2022
Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála um afskriftir krafna að fjárhæð kr. 4.732.857,- skv. þeirri skiptingu sem kemur fram í framlögðu minnisblaði. Málinu vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Afskriftir viðskiptakrafna 2022".
Samþykkt samhljóða.
.6
2301071
Græn skref SSNE
Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar. Fjallabyggð mun að svo stöddu ekki taka þátt í verkefninu.
Helgi Jóhannsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun fundar
H-listinn telur það mikilvægt að Fjallabyggð hefji sem fyrst vinnu við verkefnið Græn skref með það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Góð reynsla er komin á verkefnið víða sem hefur skilað sér í aukinni umhverfisvitund starfsfólks, samdrætti í losun og minni kostnaðar við rekstur til lengri tíma litið.
Því er hér lagt til að óskað verði eftir fundi með SSNE þar sem farið verði yfir umfang verkefnisins á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda bókun H-listans.