Sumarstörf í Íþróttamiðstöðvum

Mynd: Magnús A. Sveinsson
Mynd: Magnús A. Sveinsson

Sumarafleysingar óskast í Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.  Starfstöðvar eru á Siglufirði og  í Ólafsfirði.

Sumarafleysingar í Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar óskast.  Um er að ræða rúm 80% starfshlutföll og er unnið bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði.  Allir starfsmenn verða að vera reiðubúnir að vinna á báðum starfstöðum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Eftirlit og gæsla í sundlaug.
  • Almenn afgreiðsla og uppgjör í lok vaktar.
  • Þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar.
  • Almenn þrif og annað sem til fellur.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri, hafa bílpróf og bíl til umráða.
  • Gerð er krafa að viðkomandi standist hæfnispróf samkvæmt. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
  • Góð þjónustulund og lipurð í samskiptum.
  • Hreint sakavottorð.
  • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði, enska og þriðja tungumál er kostur.
  • Góð tölvukunnátta er kostur.

Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá með umsagnaraðilum og kynningarbréf.

Vinnutími: Um er að ræða morgunvaktir kvöldvaktir og helgarvaktir.

Umsækjendur þurfa að gefa leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá komi þeir til greina í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með: 26. apríl 2024 og verður öllum umsóknum svarað. 

Sótt er um störfin rafrænt í gegnum Þjónustugátt á www.fjallabyggd.is

Nánari upplýsingar veitir Skarphéðinn Þórsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar, netfang: skarphedinn@fjallabyggd.is og farsími 866 9136