Bæjarstjórn

Fjallabyggð er sjálfstætt stjórnvald, sem er stjórnað af lýðræðislega kjörinni bæjarstjórn í umboði íbúa bæjarfélagsins. Bæjarstjórn Fjallabyggðar er skipuð sjö fulltrúum sem fara með æðsta ákvörðunarvald varðandi framkvæmd þeirra verkefna sem bæjarfélagið annast og nýtingu tekjustofna þess. Bæjarstjórn annast þau lögmæltu verkefni sem bæjarfélaginu eru falin í lögum, sbr. og leiðbeinandi auglýsingu frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála og vinnur að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma.Bæjarstjórn fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarfélagsins.

Meðal verkefna bæjarstjórnar er:

  1. Að sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum bæjarfélagsins.
  2. Að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar, sbr. 13. gr. sveitarstjórnarlaga, bæjarráð og aðrar nefndir, ráð og stjórnir skv. V. kafla sveitarstjórnarlaga, að ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem annast skal endurskoðun hjá bæjarfélaginu, sbr. VII. kafla sveitarstjórnarlaga.
  3. Að setja bæjarstjórn siðareglur, sbr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga.
  4. Að ákveða stjórnskipan bæjarfélagsins, ráða bæjarstjóra, sbr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga og aðra starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður bæjarfélagsins, sbr. 56. gr. laganna.
  5. Að móta stefnu fyrir starfsemi bæjarfélagsins, deilda og stofnana, setja starfsemi bæjarfélagsins reglur, setja samþykktir og gjaldskrár, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.
  6. Að fara með fjárstjórnarvald bæjarfélagsins, sbr. 58. gr. sveitarstjórnarlaga og gera fjárhagsáætlanir, sbr. 62. gr. sömu laga.
  7. Að bera ábyrgð á fjármálum bæjarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja, sbr. 77. gr. sveitarstjórnarlaga og VIII. kafla samþykktar þessarar og taka ákvarðanir um verulegar skuldbindingar bæjarfélagsins til lengri tíma.
  8. Að hafa eftirlit með framkvæmd samstarfsverkefna og þjónustusamninga, sbr. IX. kafla sveitarstjórnarlaga.
  9. Að veita íbúum bæjarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess upplýsingar um málefni sem snerta hagi þeirra og um samstarf sem bæjarfélagið hefur við önnur sveitarfélög, sbr. 103. gr. sveitarstjórnarlaga.
  10. Að setja nefndum, ráðum og stjórnum erindisbréf þar sem kveðið er á um hlutverk þeirra, valdsvið, starfshætti og framsal til fullnaðarákvörðunar og starfshætti þeirra í samræmi við lög, reglugerðir og almennar samþykktir bæjarstjórnar.


Opnir fundir bæjarstjórnar eru haldnir til skiptis í Tjarnarborg í Ólafsfirði og í fundarsal Ráðhúss Fjallabyggðar á Siglufirði. 

Málefnasamningur 2022-2026 

Fundargerðir bæjarstjórnar Siðareglur kjörinna fulltrúa

 

 

Nafn Starfsheiti Netfang

Aðalmenn

Varamenn