Deiliskipulag

Deiliskipulag er gert fyrir einstök svæði eða reiti. Við gerð deiliskipulags er byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði eða reiti til að myndist heildstæð mynd.

Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðarmynstur, nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa.

Vinna við deiliskipulag

Þegar unnið er deiliskipulag í þegar byggðu hverfi skal lagt mat á varðveislugildi svipmóts byggðar og einstakra byggingar sem fyrir eru, með gerð húsakönnunar. Við deiliskipulagsgerð í þegar byggðu hverfi getur sveitarfélag ákveðið að skilgreina afmarkað svæði sem þróunarsvæði þar sem vinna skal hefðbundið deiliskipulag. Í slíkri áætlun skal tilgreina framkvæmdartíma áætlunarinnar sem verður að vera minnst fimm ár en ekki lengri en fimmtán ár.

Lög um skipulag og framkvæmdir

Gjaldskrá

Gjaldskráin byggir á þeirri meginreglu að aðili sem óskar eftir heimild til gerðar nýs deili­skipulags eða breytingu á deiliskipulagi skuli greiða þann kostnað sem vinnan hefur í för með sér. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýsinga og kynninga vegna málsins. Skipulags- og umhverfisnefnd getur ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum sveitarfélagsins er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulags­áætlun þarfnast breytinga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið. Gjaldskráin er gerð með vísun í skipulagslög nr. 123/2010.

Gjaldskráin er samþykkt 15. desember 2023

Gjaldskrá byggingafulltrúa

Öll deiliskipulög sem eru í vinnslu má finna undir útgefið efni.