Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016

Málsnúmer 1611014F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 138. fundur - 18.11.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Deildarstjóri upplýsti bæjarráð um hugbúnaðarmál bæjarfélagsins, uppfærslur og gagnahýsingu í tengslum við fyrirspurn bæjarfulltrúa Kristins Kristjánssonar.

    Bæjarráð óskar eftir minnisblaði um hugbúnaðar- og hýsingarmál bæjarfélagsins á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dagsett 10. nóvember 2016, um viðgerð á fráveituröri Primex. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Tekin fyrir eftirfarandi atriði vegna fjárhagsáætlunar 2017.

    1. Félag um Ljóðasetur Íslands - rekstrarstyrkur.
    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 350 þúsund.

    2. Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar.
    Bæjarráð telur rétt að eiga fund með stjórn setursins áður en ákvörðun um styrk verður ákveðin.

    3. Fjallasalir ses (Sigurhæð ses) - uppbyggingarstyrkur.
    Bæjarráð hafnar beiðni félagsins.
    Bæjarráð minnir á að settar hafa verið 15,6 m.kr. í uppbyggingarstyrk á árinu 2016.

    4. Björgunarsveitin Strákar - rekstrarstyrkur.
    Bæjarráð samþykkir rekstrarstyrk að upphæð kr. 1 m.kr.

    5. Björgunarsveitin Tindur - rekstrarstyrkur.
    Bæjarráð samþykkir rekstrarstyrk að upphæð kr. 1 m.kr.

    6. Slysavarnardeildin Vörn - endurnýjun húsnæðis.
    Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum Varnar áður en ákvörðun verður tekin um styrk.

    7. Kvæðamannafélagið Ríma - rekstrarstyrkur.
    Bæjarráð hafnar styrkumsókn félagsins.

    8. Karlakór Siglufjarðar - leigusamningur.
    Leigusamningur vegna Lækjargötu 16, rennur út 2016 og felur bæjarráð bæjarstjóra að taka upp viðræður við karlakórinn eins og kveðið er á um í samningi.

    9. Viðhaldsliðir í fjárhagsáætlun 2017.
    Lagt fram til upplýsingar yfirlit yfir upphæðir á viðhaldsliðum fyrir húsnæði.

    10. Breytingartillaga við fjárhagsáætlun 2017.
    Bæjarráð samþykkir breytingartillögu við fjárhagsáætlun 2017 og vísar svo breyttri fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn 18. nóvember 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Samkvæmt ráðningarsamningi Fjallabyggðar við bæjarstjóra, Gunnar I. Birgisson, skulu laun hans taka mið af þingfararkaupi.

    Kjararáð ákvarðaði 29. október 216, hækkun á þingfararkaupi.

    Bæjarstjóri afþakkar með formlegum hætti hækkun launa sem byggir á ákvörðun kjararáðs frá 29. október 2016.

    Bæjarráð samþykkir að verða við þeirri beiðni.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum beiðni bæjarstjóra þar sem hann afþakkar með formlegum hætti hækkun launa sem byggir á ákvörðun kjararáðs frá 29. október 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagt fram minnisblað frá fundi Fjallabyggðar með Vegagerðinni 8. nóvember 2016.

    Á fundinum var m.a. rætt um aðkomu Vegagerðarinnar að endurnýjun malbiks á þjóðveginum í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð,
    hraðamælingu með ljósaskiltum, veg að skíðasvæði í Skarðdal,
    skipulagsvinnu vegna gatnamóta í miðbæ Siglufjarðar, vindmæli á Saurbæjarás og lausn á snjósöfnun þar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Teknar til umfjöllunar ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2017 frá Þorvaldi Hreinssyni.

    1. Ábending um uppsetningu sveitarfélagsmerkis við bæjarmörk Fjallabyggðar.
    Bæjarráð tekur jákvætt í ábendingu um uppsetningu á sveitarfélagsmerki við bæjarmörk Dalvíkurbyggðar.
    2. Ábending um vísun á upplýsingaskilti við snjóflóðagarð við Hornbrekku í Ólafsfirði.
    Bæjarráð telur ekki þörf á að setja upp ábendingarmerki fyrir upplýsingarskilti við snjóflóðagarð við Hornbrekku.
    3. Ábending um minni nagladekkjanotkun á bifreiðum bæjarfélagsins.
    Bæjarráð telur ekki rétt að minnka notkun nagladekkja á bílum í eigu bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .7 1606042 Fasteignamat 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagðar fram upplýsingar Þjóðskrár Íslands, dagsettar 26. október 2016, um skýrslu fasteignamats 2017 sem komin er á vef Þjóðskrár Íslands.

    http://www.skra.is/um-okkur/utgafur-og-skjol/
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Boðað er til haustfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) sem haldinn verður 22. nóvember nk. á Akureyri.
    Samkvæmt 9. gr. samþykkta AFE skulu sveitarfélög kjósa til setu á haustfundum. Á haustfund tilnefnir Akureyrarbær sex fulltrúa, Dalvíkurbyggð þrjá fulltrúa, Fjallabyggð þrjá fulltrúa, Eyjafjarðasveit tvo fulltrúa, Hörgársveit, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandahreppur einn fulltrúa hvert.

    Bæjarráð samþykkir að tilnefna til fundarins, Steinunni Maríu Sveinsdóttur, Kristinn Kristjánsson og Gunnar I. Birgisson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .9 1611033 Fjarskiptamál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagt fram erindi frá fyrirtækjasviði Vodafone, dagsett 9. nóvember 2016, þar sem sýndur er áhugi á að kynna fjarskiptaþjónustur. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagður fram undirskriftarlisti ásamt kröfu frá grunnskólakennurum á Íslandi, þar sem þess er m.a. krafist að sveitarfélögin á landinu bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lögð fram fyrirspurn frá fundi stjórnar félags eldri borgara, 2. nóvember 2016, hvort gerlegt sé að fjölga bílastæðum við Skálarhlíð á Siglufirði.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagt fram fundarboð til bæjarfélagsins í tengslum við starf flugklasans AIR 66N.
    Flugklasinn mun halda fund þann 22. nóvember n.k. á Akureyri, þar sem erlendir ráðgjafar munu segja frá ferlinu við að ná flugi inn á nýja áfangastaði, hvað þarf til og hverjar eru helstu áskoranirnar í því starfi.

    Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir sæki fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 23. september 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð Eyþings frá 287. fundi, 26. október 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir Tónlistarskólans á Tröllaskaga:

    1. fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga,
    haldinn í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur, 7. október 2016

    2. fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga,
    haldinn í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur, 4. nóvember 2016

    Samþykkt var á fundi skólanefndar 4. nóvember 2016, að vísa
    eftirfarandi málum til samþykkta í sveitar- og bæjarstjórnum:
    Erindisbréf skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
    Fjárhagsáætlun TÁT-2017.

    Jafnframt var starfslýsingum deildarstjóra og aðstoðarskólastjóra TÁT vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjar- og byggðaráðum sveitarfélaganna.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með byggðarráði Dalvíkurbyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
    Yfirkjörstjórn frá 25. október 2016
    Yfirkjörstjórn frá 28. október 2016
    Hafnarstjórn frá 7. nóvember 2016
    Fræðslu- og frístundanefnd frá 7. nóvember 2016
    Félagsmálanefnd frá 1. nóvember 2016
    Markaðs- og menningarnefnd frá 9. nóvember 2016
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.