Safnasvæði Síldarminjasafnsins
Síldarminjasafnið er að ráðast í framkvæmdir nú í sumar og mun reisa svonefnt Gæruhús á milli
söltunarstöðvarinnar og verksmiðjunnar.
Gæruhúsið var byggt á Patreksfirði seint á 19. öld og flutt til Akureyrar 1946. Talið er að það hafi einnig staðið á
Siglufirði á fyrri hluta 20. aldar. Húsið var tekið niður og hefur verið í geymslu á Akureyri þar sem fyrirhugað var að reisa
það aftur. Af því verður ekki og mun húsið rísa á lóð Síldarminjasafnsins. Forsætisráðuneytið hefur styrkt
þetta verkefni um 20 milljónir króna. Það var því vel við hæfi að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
tæki fyrstu skóflustunguna að byggingunni.
Sigmundur heimsótti Síldarminjasafnið í gær ásamt formönnum landsstjórna Grænlands, Færeyja og Álandseyja.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók fyrstu skóflustungu að Gæruhúsinu.
Örlygur Kristfinnson safnstjóri rakti í stuttu máli tilurð þess að Gæruhúsið verður reist á Siglufirði.
Örylygur Kristinnsson kynnti góðum gestum sögu Síldarminjasafnsins.
Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Örylgur Kristfinsson safnstjóri
Síldarminjasafnsins að lokinni skólfustungu.