Ganga og söngur með Julie Seiler

Listhúsið í Ólafsfirði
Listhúsið í Ólafsfirði
Julie Seiller býður ungu fólki í Fjallabyggð að ganga og syngja með henni út í náttúrunni.  Látið vindinn, fuglana og hafið hafa áhrif á hvernig þið syngið.
Julie Seiler verður með vinnustofu fyrir ungt fólk í Fjallabyggð.  Þátttakendur munu ganga með henni um umhverfi Fjallabyggðar.   Skipulagðar verða mismunandi göngur í misstórum hópum. Upplifun þátttakenda í þessum göngum mun verða efni til að skapa nýja söngva.  Að ganga er góð leið til að kynnast líkamanum og önduninni.  Vinnustofurnar eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 14 til 20 ára. (10-15 manns)
Söngvar munu verða skrifaðir á íslensku og/ eða ensku eða eins og þátttakendum finnst best.
Mikilvægt að þátttakendur noti sitt eigið tungumál.

Vinnustofurnar verða dagana 22.-24. júní 2014 | kl.10:00 -12:00 eða 14:00-16:00
Að loknum vinnustofun verður sýning í Tjarnarborg þann 28. júní. Undirbúningur fyrir sýningarnar verða: 25-26. júní 2014 milli kl.14:00 -16:00. Sýning: 28. júní 2014 | kl.13:00 við Menningarhúsið Tjarnarborg

Hugmyndin um að ganga og  syngja:
Hvers vegna sumt landslag er áhrifameira en annað?   Hvernig getur vindur, fuglar eða haf haft áhrif á hvernig sungið er?  Allar þessar spurningar eru viðfangefni verkefnisins.

Julie Seiler er höfundur að  « sensorial » tónleikum sem heita « my best friend is my song » sem hún vann árið 2008. Tónleikarnir voru unnir í  samstarfi við leikstjórann Benoit Gasier, í Rennes, Frakklandi og stofnaði  A l’envers, leikhúsið árið 2009.  Hún er vön göngu, skrifum og að skapa ýmiskonar  hljóðverk.  Hún hefur ennfremur reynslu í að starfrækja vinnustofur fyrir leiklistarnema  í söng og leik á "sensoriskan" hátt.

Upplýsingar: Alice Liu 844 9538 eða listhus@listhus.com
Magnús Ólafsson: maggi@fjallaskolar.is
Skipulagt af: Listhús í Fjallabyggð
Samstarfsaðili: Blúshátíðin í Ólafsfirði 
Með stuðningi frá: Menningarráði Eyþings