Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15. nóvember 2019
Málsnúmer 1911008F
Vakta málsnúmer
-
Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15. nóvember 2019
Formaður, Nanna Árnadóttir, tilkynnti í upphafi fundar að hún hafi beðist lausnar frá störfum sem formaður og nefndarmaður stjórnar Hornbrekku, þar sem hún hefur verið ráðin til starfa við Hornbrekku. Nýr formaður verður skipaður á næsta fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
Stjórn Hornbrekku þakkar Nönnu fyrir vel unnin störf og gott samstarf.
Að loknum þessum lið fundargerðar vék Nanna af fundi kl. 12:10 og í hennar stað tók varamaður hennar, Ólafur H. Kárason sæti á fundinum.
Bókun fundar
Til máls tók Helgi Jóhannsson.
Afgreiðsla 18. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15. nóvember 2019
Fjárhagsáætlun Hornbrekku fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar. Stjórnin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 18. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15. nóvember 2019
Ólafur H. Kárason, fulltrúi I-lista, lagði fram tillögu um að deildarstjóra félagsmáladeildar, hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku verði falið að greina framtíðarþörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma í Hornbrekku. Jafnframt verði lagt mat á þörf fyrir stækkun á húsnæði Hornbrekku.
Óskað er eftir að niðurstöður verði lagðar fyrir stjórn Hornbrekku eigi síðar en í lok mars 2020.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Til máls tók Helgi Jóhannsson.
Afgreiðsla 18. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.