Fréttir

Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir störf leikskólakennara og matráðs

Leikskóli Fjallabyggðar óskar eftir að ráða leikskólakennara og matráð til starfa frá 12. ágúst n.k. Um er að ræða 100% stöður. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2024.
Lesa meira

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar lokuð vegna sumarleyfa

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 8. - 19. júlí að báðum dögum meðtöldum
Lesa meira

Smá seinkun á opnunartíma gámasvæðisins í Ólafsfirði í dag

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður seinkun á opnunartíma gámasvæðisins í Ólafsfirði í dag 17. júlí. Beðist er velvirðingar á þessu.
Lesa meira

Lausar stöður starfsmanna við frístundastarf yngri nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar

Lausar eru þrjár 40% stöður starfsmanna í frístundastarfi yngri nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð á Siglufirði, frá 20. ágúst nk. Starfið felst í að vinna við frístundastarf barna í 1.- 4. bekk eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í lifandi umhverfi þar sem áhersla er lögð á góð samskipti.
Lesa meira

Laus staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar

100% staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar, Tjarnarstíg er laus til umsóknar. Viðkomandi hefur einnig umsjón með skólahúsinu. Staðan er laus frá 12. ágúst 2024 eða eftir samkomulagi.
Lesa meira

Neysluvatn á Siglufirði í lagi

Síðastliðinn laugardag voru tekin fjögur vatnsýni í vatnsveitunni á Siglufirði og reyndust þau öll ómenguð samkvæmt tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Óhætt er því að nota neysluvatn á Slglufirði. Sjá tilkyningu á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Lesa meira

Sápuboltinn Ólafsfirði haldinn helgina 19. -21. júlí 2024

Sápuboltinn verður haldinn helgina 19-21 júlí
Lesa meira

Tilkynningar: Rafmagnsleysi á Siglufirði 16. júlí 2024

Rafmagnslaust verður út frá aðveitustöð á Siglufirði þann 16.7.2024 frá kl 23:00 til kl 6:30 þann 17.07.2024 vegna vinnu í aðveitustöð.
Lesa meira

Mögulega ófullnægjandi vatnsgæði á Siglufirði - íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

Mögulega ófullnægjandi vatnsgæði á Siglufirði - íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn. Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra tók sýni í gær þann 12. júlí 2024 í einu íbúðarhúsi norðarlega á Siglufirði og kom munnleg tilkynning frá rannsóknarstofu í dag um að E. coli baktería hefði greinst í vatninu.
Lesa meira

Rekstraraðilar skíðasvæðisins í Skarðsdal

Óskað er eftir áhugasömum rekstraraðilum til að taka að sér rekstur og starfsemi skíðasvæðisins í Skarðsdal með það að markmiði að efla skíðaiðkun, auka aðsókn að skíðasvæðinu og byggja upp jákvæða ímynd þess.
Lesa meira