Fréttir

Jólin eru að koma... í Fjallabyggð

Undanfarin ár hefur Fjallabyggð gefið út viðburðadagatal fyrir jólin þar sem m.a. er birt dagskrá hinna ýmsu þjónustuaðila, félaga, safna og setra, skóla, kirkjunnar og fleira. Ef þú vilt koma þínum viðburði til skila til íbúa með þátttöku í dagatalinu þarftu að senda upplýsingar um hann til markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is fyrir 22. nóvember nk. Birting í dagatalinu er þér að kostnaðarlausu og verður það m.a. birt á vef Fjallabyggðar.
Lesa meira

Tafir á sorphirðu í Fjallabyggð vegna veðurs

Vegna veðurs og færis má búast við einhverjum töfum á sorphirðu í vikunni. Starfsfólk vinnur hörðum höndum að því að sinna sorphirðu, en færðin hefur gert verkið tímafrekara en venjulega. Við hvetjum íbúa eindregið til að moka frá sorptunnum til að tryggja að aðgengi sé gott svo að sorphirða gangi sem greiðast fyrir sig. Tæknideild Fjallabyggðar og Íslenska gámafélagið
Lesa meira

Farið varlega í umferðinni

Nú þegar farið er að skyggja viljum við hjá Fjallabyggð hvetja íbúa og aðra gesti til að sýna sérstaka aðgát í umferðinni, sérstaklega í nágrenni stofnana þar sem börn eru á ferðinni.
Lesa meira

Sorphirðu frestað til morguns á Siglufirði vegna snjóa

Fjallabyggð vekur athygli á því að samkvæmt sorphirðudagatali átti að losa grænar og svartar tunnur (pappa/pappír og plast) á Siglufirði í dag.  Vegna veðurs og snjóa verður sorphirðu  frestað um einn dag en mikill snjór gera sorplosun erfiða. Þannig hafa íbúar tækifæri til að moka frá tunnum í dag svo sorplosun geti hafist á morgun þriðjudaginn 19. nóvember.
Lesa meira

Gámasvæði Fjallabyggðar lokuð í dag 15. nóvember vegna veðurs

Vegna veðurs verða gámasvæði Fjallabyggðar lokuð í dag föstudaginn 15. nóvember.
Lesa meira

Skafl 2024 - Alþýðuhúsið á Siglufirði

Listasmiðjan SKAFL fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í sjöunda sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum dagana 14. - 16. nóvember 2025.
Lesa meira

Nýr styrktarsjóður TÁT

Styrktarsjóður Tónlistarskóla Tröllaskaga (TÁT) hefur verið stofnaður af rekstraraðilum skólans, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Sjóðnum er ætlað að styrkja unga nemendur og tónlistarmenn sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í námi sínu hjá TÁT og í sinni heimabyggð og vilja afla sér meiri menntunar.
Lesa meira

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar
Lesa meira

Íbúafundur vegna deiliskipulags nýs kirkjugarðs við Brimnes í Ólafsfirði

Haldinn verður kynningarfundur í Tjarnarborg fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 þar sem kynntar verða breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna nýs kirkjugarðs við Brimnes.
Lesa meira

Hugsanlegar breytingar á deiliskipulagi vegna áforma Samkaupa

Fulltrúar T. Ark Arkitekta þau Ásgeir Ásgeirsson og Ingunn Lilliendahl kynntu hugmyndir KSK eigna ehf. um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar á fjölsóttum íbúafundi sem haldinn var í Ráðhúsinu á Siglufirði sl. miðvikudag.
Lesa meira