In Fjallabyggð there are many museums, galleries and workshops.
Gallerí UGLA
Gallerí UGLA er við Aðalgötu 9 í Ólafsfirði.
Þar er að finna fjölbreytt úrval handunna muna eftir ýmsa aðila í Fjallabyggð. Gjafavörur, skartgripir, fatnaður, málverk, baðvörur og margt fleira. Opnunartími er alla virka daga frá kl. 14.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 13.00 til 17.00. Símar 865 0967/864 2372
Netföng: b.reykjalin@gmail og hagi13@simnet.is
Gallerí Ugla á facebook
Garún Vinnustofa
Garún Vinnustofa er í eigu Guðrúnar Þórisdóttir og staðsett við Aðalgötu, Ólafsfirði. Garún gerir ekki upp á milli efna við listsköpun sína þó hún vinni að mestu með olíuliti á striga þá notast hún líka við blandaða tækni. Lífið og tilveran frá sjónarhorni konu er mest áberandi í listsköpun Garúnar enda má finna þær í flestum hennar verkum. Hún túlkar í verkum sínum góðar og slæmar upplifanir, óskir og drauma, sorgir og örvæntingu og væntingar og vonir í gegnum hugarheim kvenna. Sími 896 6656
Netfang: garungarun@simnet.is
Keramikverkstæði neðan við Burstabrekku, Ólafsfirði
Hólmfríður Arngrímsdóttir. Sími 691 8818
Netfang: hofy@centrum.is
Smíðakompan, Vinnustofa
Hagleikskonan Kristín R. Trampe hefur í nokkur ár verið með opna vinnustofu í Ólafsfirði, Smíðakompuna, á gamla vinnustaðnum sínum, apótekinu við Aðalgötu 8. Þar sem hún jafnframt býður til sölu einstaklega falleg verk sín, sem ýmist eru skorin út í tré eða söguð út í þessu efninu eða hinu. Grammófónplötur eru þar engin undantekning. Smíðakompa Kristínar Trampe stendur við Aðalgötu 8 í Ólafsfirði. Sími 865 2318
Bryn design
Bylgjubyggð 4, Ólafsfirði
Sími 893-2716
Heimasíða
Alþýðuhúsið á Siglufirði
Alla Sigga er landsþekkt fyrir skemmtilega lifandi trélistaverk sín sem prýða meðal annars Icelandair hótelin. Vinnustofa Öllu Siggu er staðsett í gamla Alþýðuhúsinu.
Alþýðuhúsið er staðsett að Þormóðsgötu 13, Siglufirði. Sími 865 5091
Netfang: adalheidur@freyjulundur.is
Alþýðuhúsið á Facebook
Gallerí IMBA
Handverk og hönnun, Gallerí IMBA er i eigu Kolbrúnar Símonardóttur og þar vinnur hún m.a. með jurtalitað band, bútasaum og annað handverk. Galleríið er staðsett að Fossvegi 33, Siglufirði. Sími 865 9853
Opið föstudaga frá kl. 14:00-17:00
Netfang: kollasim@simnet.is Heimasíða
Herhúsið, Siglufirði
Norðurgata 7b Siglufirði. Netfang: herhusid@simnet.is
Gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda myndlistarmenn, tónlistarmenn, rithöfunda eða aðra sem vinna að listsköpun.
Heimasíða
Vinnustofa Abbýjar
Arnfinna Björnsdóttir hefur fengist við listir og handverk í 55 ár á Siglufirði. Draumur hennar á yngri árum var að fara í listnám en örlögin leiddu hana í Verslunarskólann og í framhaldi af því í skrifstofuvinnu fyrir bæjarfélagið og gegndi hún því starfi í 35 ár. Hjá Abbý eru sérlega skemmtilegir og mjög fjölbreyttir munir. Klippimyndir Arnfinnu af stemningu síldaráranna eru vel þekktar og sýna mikla næmni fyrir viðfangsefninu jafnt og meðferð lita og forma. Gallerí Abbý er staðsett að Aðalgötu 13, Siglufirði. Sími 866 1978.
Opið alla virka daga frá kl. 15:00 -18:00.
Hægt er að hringja til að fá að skoða um helgar
Vinnustofa Fríðu Gylfa
Fríða Björk Gylfadóttir eða “Fríða” eins og hún er kölluð, er búsett á Siglufirði ásamt eiginmanni sínum og syni. Hún ólst upp í Reykjavík og hefur verið að teikna og skapa síðan hún man eftir sér. Fríða sótti nokkur námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur sem krakki. Það nám opnaði dyrnar að mörgum tilraunum til frekari sköpunar. Fyrstu vinnustofuna opnaði Fríða því árið 2003. Árið 2006 opnaði Fríða síðan núverandi vinnustofu sína að Túngötu 40a, Siglufirði. Sími 467 1173 / 896 8686
Frida Súkkulaðikaffihús á Facebook.
Heimasíða
Vinnustofa Sjálfsbjargar
Í Sjálfsbjörgu kennir ýmissa grasa og er þar unnið með gler, leir, postulín og fleira. Fjöldi listamanna kemur þar saman og nýtur góðra stunda við iðju sína.
Sjálfsbjörg er staðsett að Lækjargötu 2, Siglufirði. Sími 467 1815
Opið alla virka daga frá kl. 13:00 - 16:00
Keramik o.fl.