Fréttir

Íbúaskrá Siglufjarðar

Þeir sem flutt hafa til Siglufjarðar en ekki tilkynnt um aðsetursskipti, eru vinsamlega beðnir að gera það sem allra fyrst eða í síðasta lagi 30. nóvember 2002.Eyðublöð fyrir aðseturstilkynningar liggja frammi á bæjarskrifstofunni.Húsráðendur eru minntir á tilkynningarskyldu sína vegna þeirra er í húsum þeirra dvelja.Í 1. grein laga um lögheimili segir m.a. að lögheimili manna er sá staður þar sem viðkomandi hefur fasta búsetu. Föst búseta er síðan útskýrð sem staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Í þessu felst að lögheimili manna skal skráð þar sem þeir búa á hverjum tíma. Í þessu sambandi skal þó áréttað ákvæði 7. gr. laganna um sameiginlegt lögheimili hjóna og fólks í sambúð, ef þessir aðilar eru í samvistum. Hvað varðar barnafólk skal sérstaklega tekið fram að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. .
Lesa meira

Nýtt á Ljósmyndasafni Steingríms á netinu

Vísir að Húsasögu Siglufjarðar hefur verið settur upp á ljósmyndasafni Steingríms á netinu, á slóðinni www.ljosmyndasafn.com/Husasaga.htm Þar gefst fólki kostur á að setja inn sögu hússins sem það býr í, eða sögu húss sem það þekkir. Vonast er til að í framtíðinni gæti þarna myndast góðar söguheimildir um hús á Siglufirði.
Lesa meira

Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar

Siglfirðingurinn Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi en atkvæði voru talin nú um helgina. Kristján hlaut 746 atkvæði í fyrsta sæti en Einar Már Sigurðarson var í öðru sæti. Niðurstaðan er bindandi í tvö efstu sæti en uppstillingarnefnd mun stilla upp í önnur sæti. Af öðrum prófkjörum er helst að segja að einn af þingmönnum okkar til fjölda ára, Vilhjálmur Egilsson, lenti í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi. Eru það mikil vonbrigði fyrir Vilhjálm sem stefndi að 1. sæti í prófkjörinu. Uppstillingar á öðrum listum í norðausturkjördæmi ráðast fljótlega og eru a.m.k. tveir Siglfirðingar þar í baráttu, Sigríður Ingvarsdóttir hjá Sjálfstæðisflokki og Birkir Jónsson hjá Framsóknarflokki.
Lesa meira

Nýtt á Ljósmyndasafni Steingríms á netinu

Vísir að Húsasögu Siglufjarðar hefur verið settur upp á ljósmyndasafni Steingríms á netinu, á slóðinni www.ljosmyndasafn.com/Husasaga.htm Þar gefst fólki kostur á að setja inn sögu hússins sem það býr í, eða sögu húss sem það þekkir. Vonast er til að í framtíðinni gæti þarna myndast góðar söguheimildir um hús á Siglufirði.
Lesa meira

Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar

Siglfirðingurinn Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi en atkvæði voru talin nú um helgina. Kristján hlaut 746 atkvæði í fyrsta sæti en Einar Már Sigurðarson var í öðru sæti. Niðurstaðan er bindandi í tvö efstu sæti en uppstillingarnefnd mun stilla upp í önnur sæti. Af öðrum prófkjörum er helst að segja að einn af þingmönnum okkar til fjölda ára, Vilhjálmur Egilsson, lenti í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi. Eru það mikil vonbrigði fyrir Vilhjálm sem stefndi að 1. sæti í prófkjörinu. Uppstillingar á öðrum listum í norðausturkjördæmi ráðast fljótlega og eru a.m.k. tveir Siglfirðingar þar í baráttu, Sigríður Ingvarsdóttir hjá Sjálfstæðisflokki og Birkir Jónsson hjá Framsóknarflokki.
Lesa meira

Landsliðsstúlkur í knattspyrnu fá styrk.

Samþykkt hefur verið í bæjarráði að veita þremur stúlkum úr KS sem spilað hafa fyrir Íslands hönd styrk vegna þátttöku þeirra í yngri landsliðum. Um er að ræða þrjár stúlkur, Söndru Sigurðardóttir, Ásdísi J. Sigurjónsdóttir og Tinnu M. Antonsdóttir, en allar hafa þær spilað knattspyrnu fyrir Íslands hönd á árinu. Styrkurinn nemur kr. 20.000,- á hverja stúlku.
Lesa meira

Siglufjarðarkaupstaður styrkir hreyfingarátakið “Hraust í haust”.

Á fundi bæjarráðs Siglufjarðar þann 9. október var samþykkt að styrkja hreyfingarátakið “Hraust í haust” með þeim hætti að bæjarbúar fái frítt í sund eina helgi í október. Auk þess var samþykkt að afhenda Umf. Glóa 10 sundkort sem félagið hyggst nota til vinninga í lokahófi átaksins.Nánar verður auglýst síðar hvenær frítt verður í sund af þessu tilefni.
Lesa meira

Landsliðsstúlkur í knattspyrnu fá styrk.

Samþykkt hefur verið í bæjarráði að veita þremur stúlkum úr KS sem spilað hafa fyrir Íslands hönd styrk vegna þátttöku þeirra í yngri landsliðum. Um er að ræða þrjár stúlkur, Söndru Sigurðardóttir, Ásdísi J. Sigurjónsdóttir og Tinnu M. Antonsdóttir, en allar hafa þær spilað knattspyrnu fyrir Íslands hönd á árinu. Styrkurinn nemur kr. 20.000,- á hverja stúlku.
Lesa meira

Siglufjarðarkaupstaður styrkir hreyfingarátakið “Hraust í haust”.

Á fundi bæjarráðs Siglufjarðar þann 9. október var samþykkt að styrkja hreyfingarátakið “Hraust í haust” með þeim hætti að bæjarbúar fái frítt í sund eina helgi í október. Auk þess var samþykkt að afhenda Umf. Glóa 10 sundkort sem félagið hyggst nota til vinninga í lokahófi átaksins.Nánar verður auglýst síðar hvenær frítt verður í sund af þessu tilefni.
Lesa meira