Fréttir

Yfirlýsing bæjaryfirvalda á Siglufirði vegna jarðgangagerðar.

Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Samgönguráðuneytið hefur kynnt ákvörðun um útboð vegna jarðgangagerðar á austur og norðurlandi í vetur og framkvæmdaáætlun verkanna. Bæjaryfirvöld á Siglufirði fagna því heilshugar að nú liggi fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnar og ráðuneytis um útboð jarðganga um Héðinsfjörð milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í febrúar 2003 og í framhaldi af því framkvæmdir við verkið. Er mikilsvert að með þeirri tilhögun sem ákveðin hefur verið helst sú hagkvæmni af samlegðaráhrifum beggja verkefnanna sem gert var ráð fyrir með sameiginlegu útboði. Það hlýtur ávallt að vera fagnaðarefni þegar skynsamlegar ákvarðanir eru teknar í samgöngumálum þjóðarinnar en áætluð þjóðhagsleg arðsemi af byggingu jarðganga um Héðinsfjörð er um 14,5% samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar um umhverfismat framkvæmda. Siglufirði 12. desember 2002Guðmundur Guðlaugssonbæjarstjóri
Lesa meira

Polar Siglir kominn til hafnar á Siglufirði.

Íslensk-grænlenska verksmiðjuskipið Polar Siglir GR-650 kom í morgun til Siglufjarðar með um 200 tonn af fiski og 300 tonn af mjöli en veiðiferðin hafði staðið í rúman mánuð. Eins og í fyrra verður skipinu nú lagt við bryggju á Siglufirði og verða landfestar ekki leystar fyrr en í byrjun mars á næsta ári.Polar Siglir er skráð í Nuuk á Grænlandi, og er í eigu Grænlendinga og Íslendinga, en um 40 manns eru í áhöfn. Skipið stundar úthafsveiðar og er uppistaða aflans karfi og grálúða.Frétt á local.is
Lesa meira

Polar Siglir kominn til hafnar á Siglufirði.

Íslensk-grænlenska verksmiðjuskipið Polar Siglir GR-650 kom í morgun til Siglufjarðar með um 200 tonn af fiski og 300 tonn af mjöli en veiðiferðin hafði staðið í rúman mánuð. Eins og í fyrra verður skipinu nú lagt við bryggju á Siglufirði og verða landfestar ekki leystar fyrr en í byrjun mars á næsta ári.Polar Siglir er skráð í Nuuk á Grænlandi, og er í eigu Grænlendinga og Íslendinga, en um 40 manns eru í áhöfn. Skipið stundar úthafsveiðar og er uppistaða aflans karfi og grálúða.Frétt á local.is
Lesa meira

Góður árangur hjá yngri flokkum á Íslandsmóti innanhúss í knattspyrnu.

3. flokkur karla, 3. flokkur kvenna og 4. flokkur kvenna tóku þátt í Íslandsmóti innanhúss, Norðurlandsriðlum, nú um helgina og var árangurinn góður. Á Siglufirði fór fram Norðurlandsriðill hjá 3. flokki karla og náðu strákarnir mjög góðum árangri. KS spilaði í riðli með KA, Völsungi og Tindastóli og unnu okkar menn alla sína leiki í riðlinum mjög sannfærandi. Úrslit leikja KS voru eftirfarandi: KS - Tindastóll 3-1 KS - KA 6-3 KS - Völsungur 8-2 KS spilaði svo til úrslita við Þór sem sigraði í hinum riðlinum en Þór vann úrslitaleikinn 3-2 eftir að okkar menn höfðu sótt mjög að marki þeirra. Árangurinn engu að síður mjög góður og sérstaklega ánægjulegur í ljósi þess að nær allir strákarnir eru á yngra ári í flokknum. Á Akureyri spilaði 4 flokkur kvenna í Norðurlandsriðli og var árangur þeirra einnig mjög góður. Stelpurnar voru reyndar óheppnar í þremur fyrstu leikjunum sem enduðu með jafntefli en í tveimur af þeim leikjum jöfnuðu mótherjarnir á síðustu sekúndum leiksins. Úrslit leikja KS urðu þessi: KS - KA 1-1 KS - Þór 4-4 KS - Tindastóll 0-0 KS - Hvöt 12-0 KS - Völsungur 2-3 KS - Leiftur 7-0 Mjög góður árangur og ef heppnin hefði verið okkar megin hefðu stelpurnar orðið enn ofan en þær höfnuðu 4 sæti. Á Húsavík fór fram Íslandsmót, Norðurlandsriðill, hjá 3. flokki kvenna. Okkar stelpur unnu þar 3 leiki og töpuðu tveimur. Úrslitin voru eftirfarandi: KS - Hvöt 3-2 KS - Þór 0-3 KS - Leiftur 3-2 KS - Völsungur 7-1 KS - KA 1-5 3. sætið var niðurstaðan og er það fínn árangur hjá stelpunum. Öll úrslit mótanna má sjá á heimasíðu KSÍ, www.ksi.is. Úrslitin í mótum helgarinnar sýna svo ekki verður um villst að yngri flokkarnir eru á réttri leið og aukin þjálfun er að skila sér í góðum árangri.
Lesa meira

Leki kom að báti frá Siglufirði.

Um klukkan 12:30 í dag barst björgunarsveitinni á Siglufirði beiðni um aðstoð frá 11 tonna trébáti, Hafborgu, en leki var kominn að bátnum. Sigurvin, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hélt þegar til móts við Hafborgu og fylgdi bátnum inn til Siglufjarðar. Einn maður var um borð í Hafborgu.Í samtali við local.is sagði Sveinn Björnsson, formaður björgunarsveitarinnar á Siglufirði, að Hafborg hafi verið stödd um 3 sjómílur norður af Siglufirði og því var siglingin fyrir Sigurvin, frá bryggju á Siglufirði, um sjö sjómílur. Þegar Sigurvin kom að Hafborgu var vél bátsins enn í gangi, þó hún væri hálf í sjó, en dæla um borð hafði ekki undan. Sigurvin, sem er með öfluga dælu, náði að dæla sjónum úr Hafborgu og fylgdi svo bátnum inn til Siglufjarðar en á leiðinni til hafnar þurfti að dæla aftur úr bátnum. Að sögn Sveins var það laskaður loki í inntaksröri að vél sem olli lekanum en þar sem sjómaðurinn um borð í Hafborgu brást rétt við skapaðist ekki veruleg hætta. Mjög gott var í sjóinn; logn og spegilsléttur sjór.Frétt á local.is
Lesa meira

Góður árangur hjá yngri flokkum á Íslandsmóti innanhúss í knattspyrnu.

3. flokkur karla, 3. flokkur kvenna og 4. flokkur kvenna tóku þátt í Íslandsmóti innanhúss, Norðurlandsriðlum, nú um helgina og var árangurinn góður. Á Siglufirði fór fram Norðurlandsriðill hjá 3. flokki karla og náðu strákarnir mjög góðum árangri. KS spilaði í riðli með KA, Völsungi og Tindastóli og unnu okkar menn alla sína leiki í riðlinum mjög sannfærandi. Úrslit leikja KS voru eftirfarandi: KS - Tindastóll 3-1 KS - KA 6-3 KS - Völsungur 8-2 KS spilaði svo til úrslita við Þór sem sigraði í hinum riðlinum en Þór vann úrslitaleikinn 3-2 eftir að okkar menn höfðu sótt mjög að marki þeirra. Árangurinn engu að síður mjög góður og sérstaklega ánægjulegur í ljósi þess að nær allir strákarnir eru á yngra ári í flokknum. Á Akureyri spilaði 4 flokkur kvenna í Norðurlandsriðli og var árangur þeirra einnig mjög góður. Stelpurnar voru reyndar óheppnar í þremur fyrstu leikjunum sem enduðu með jafntefli en í tveimur af þeim leikjum jöfnuðu mótherjarnir á síðustu sekúndum leiksins. Úrslit leikja KS urðu þessi: KS - KA 1-1 KS - Þór 4-4 KS - Tindastóll 0-0 KS - Hvöt 12-0 KS - Völsungur 2-3 KS - Leiftur 7-0 Mjög góður árangur og ef heppnin hefði verið okkar megin hefðu stelpurnar orðið enn ofan en þær höfnuðu 4 sæti. Á Húsavík fór fram Íslandsmót, Norðurlandsriðill, hjá 3. flokki kvenna. Okkar stelpur unnu þar 3 leiki og töpuðu tveimur. Úrslitin voru eftirfarandi: KS - Hvöt 3-2 KS - Þór 0-3 KS - Leiftur 3-2 KS - Völsungur 7-1 KS - KA 1-5 3. sætið var niðurstaðan og er það fínn árangur hjá stelpunum. Öll úrslit mótanna má sjá á heimasíðu KSÍ, www.ksi.is. Úrslitin í mótum helgarinnar sýna svo ekki verður um villst að yngri flokkarnir eru á réttri leið og aukin þjálfun er að skila sér í góðum árangri.
Lesa meira

Leki kom að báti frá Siglufirði.

Um klukkan 12:30 í dag barst björgunarsveitinni á Siglufirði beiðni um aðstoð frá 11 tonna trébáti, Hafborgu, en leki var kominn að bátnum. Sigurvin, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hélt þegar til móts við Hafborgu og fylgdi bátnum inn til Siglufjarðar. Einn maður var um borð í Hafborgu.Í samtali við local.is sagði Sveinn Björnsson, formaður björgunarsveitarinnar á Siglufirði, að Hafborg hafi verið stödd um 3 sjómílur norður af Siglufirði og því var siglingin fyrir Sigurvin, frá bryggju á Siglufirði, um sjö sjómílur. Þegar Sigurvin kom að Hafborgu var vél bátsins enn í gangi, þó hún væri hálf í sjó, en dæla um borð hafði ekki undan. Sigurvin, sem er með öfluga dælu, náði að dæla sjónum úr Hafborgu og fylgdi svo bátnum inn til Siglufjarðar en á leiðinni til hafnar þurfti að dæla aftur úr bátnum. Að sögn Sveins var það laskaður loki í inntaksröri að vél sem olli lekanum en þar sem sjómaðurinn um borð í Hafborgu brást rétt við skapaðist ekki veruleg hætta. Mjög gott var í sjóinn; logn og spegilsléttur sjór.Frétt á local.is
Lesa meira

Álagningarforsendur 2003 samþykktar í bæjarráði.

Álagningarforsendur fyrir árið 2003 voru samþykktar í bæjarráði Siglufjarðar í gær, 4. desember. Álagning fyrir árið 2003 er eftirfarandi:Útsvarsprósenta 13,03%Fasteignagjöld:Gjalddagar: febrúar, mars, apríl, maí, júní.Fasteignaskattar: a) Af fasteignamati íbúðarhúsa, bifreiðageymslna, félagsheimila og lóða sem undir framangreinda skilgreiningu falla 0,40% b) Af fasteignamati annarra fasteigna og lóða 1,65% Lóðarleiga: a) Af fasteignamati lóða, íbúðarhúsa, bifreiðageymslna og félagsh. 1,5% b) Af fasteignamati annarra lóða 6% c) Af fasteignamati óbyggðra lóða ekki við götu 5% d) Af fasteignamati óbyggðra lóða við götu 10%Fráveitugjald: Af fasteignamati húsa, mannvirkja, lóða og landa 0,22% Vatnsgjald: a) Af fasteignamati íbúðarhúsa, bifreiðageymslna, félagsheimila og lóða sem falla undir framangreinda skilgreiningu 0,2% b) Af fasteignamati annarra fasteigna og lóða 0,3% c) Vatnssala samkvæmt rennslismæli skal nema kr. 10,00 pr. m3Sorphirðugjald: a)Íbúðir kr. 7.500b) Fyrirtæki, lokkur A: Allra stærstu fyrirtækin greiða eftir vigt.flokkur B: Stór fyrirtæki sem ekki gr. e. vigt kr. 150.000flokkur C: Fremur stór fyrirtæki kr. 88.000flokkur D: Meðalstór fyrirtæki kr. 52.000flokkur E: Lítil fyrirtæki kr. 33.000 flokkur F: Lágmarksgjald, minnstu rekstraraðilar kr. 7.500 Aðrar álagningarforsendur:Hundaleyfisgjald kr. 7.000 Áskrift fundargerða kr. 3.000Álagningin hefur ekki verið staðfest í bæjarstjórn.
Lesa meira

Álagningarforsendur 2003 samþykktar í bæjarráði.

Álagningarforsendur fyrir árið 2003 voru samþykktar í bæjarráði Siglufjarðar í gær, 4. desember. Álagning fyrir árið 2003 er eftirfarandi:Útsvarsprósenta 13,03%Fasteignagjöld:Gjalddagar: febrúar, mars, apríl, maí, júní.Fasteignaskattar: a) Af fasteignamati íbúðarhúsa, bifreiðageymslna, félagsheimila og lóða sem undir framangreinda skilgreiningu falla 0,40% b) Af fasteignamati annarra fasteigna og lóða 1,65% Lóðarleiga: a) Af fasteignamati lóða, íbúðarhúsa, bifreiðageymslna og félagsh. 1,5% b) Af fasteignamati annarra lóða 6% c) Af fasteignamati óbyggðra lóða ekki við götu 5% d) Af fasteignamati óbyggðra lóða við götu 10%Fráveitugjald: Af fasteignamati húsa, mannvirkja, lóða og landa 0,22% Vatnsgjald: a) Af fasteignamati íbúðarhúsa, bifreiðageymslna, félagsheimila og lóða sem falla undir framangreinda skilgreiningu 0,2% b) Af fasteignamati annarra fasteigna og lóða 0,3% c) Vatnssala samkvæmt rennslismæli skal nema kr. 10,00 pr. m3Sorphirðugjald: a)Íbúðir kr. 7.500b) Fyrirtæki, lokkur A: Allra stærstu fyrirtækin greiða eftir vigt.flokkur B: Stór fyrirtæki sem ekki gr. e. vigt kr. 150.000flokkur C: Fremur stór fyrirtæki kr. 88.000flokkur D: Meðalstór fyrirtæki kr. 52.000flokkur E: Lítil fyrirtæki kr. 33.000 flokkur F: Lágmarksgjald, minnstu rekstraraðilar kr. 7.500 Aðrar álagningarforsendur:Hundaleyfisgjald kr. 7.000 Áskrift fundargerða kr. 3.000Álagningin hefur ekki verið staðfest í bæjarstjórn.
Lesa meira

Fréttir og tilkynningar frá starfsemi dagþjónustu aldraðra

Farið var í dagsferð á Akureyri þann 26. nóvember sl. og voru 24 einstaklingar sem skráðu sig í ferðina.
Lesa meira