Fréttir

Stefánsmót í Tölti

Hestamannafélagið GLÆSIR hefur haldið tvö tölt mót í vetur það þriðja og seinasta í þessari mótaröð, var haldið sunnudaginn 1. júní.Það mót ber nafnið Stefánsmót í Tölti og er haldið til minningar um Stefán Stefánssonfrá Móskógum, sem var fyrsti formaður félagsins.Keppt er um stóran og veglegan bikar sem er farandgripur. Gefin af Skyldi og Brynju Stefánsbörnum til minningar um föður sinn.Mótið gekk í allastaði mjög vel, þátttakendur frá Glæsi voru 16 fullorðnir og börnin voru þrjú. Gestakeppendur voru þrír. Frá Barði í Fljótum kom Símon Gestsson,frá Langhúsum í Fljótum kom Arnþrúður Heimisdóttir og frá Finnlandi kom Nína Tauriainen. Þannig að fyrsta mótið um Stefánsbikarinn varð alþjóðlegt.Dómari á mótinu var Skjöldur Skjaldarson barnabarn Stefáns Stefánssonar.Skjöldur Stefánsson afhenti öll verðlaunin á mótinuGlæsis félagar eru ákaflega stoltir, ánægðir og þakklátir fyrir þá vináttu sem Brynja, Skjöldur og þeirra fólk sínir félaginu og starfi þess.
Lesa meira

Opnun tilboða í Héðinsfjarðargöng!

Kl. 14.15 í dag, föstudaginn 30. maí, voru opnuð tilboð í framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng. 4 tilboð bárust og eitt frávikstilboð.Lægsta tilboðið áttu Íslenskir Aðalverktakar í samvinnu við fleiri aðila og hljóðaði tilboðið upp á ríflega 6 milljarða króna. Hæsta tilboð átti hins vegar ítalska verktakafyrirtækið Impregilo í samvinnu við fleiri aðila og var það rúmlega 9 milljarðar króna. Lægsta tilboðið er um 3% yfir kostnaðaráætlun en hún hljóðaði uppá tæpa 6 milljarða króna.Ástæða er til að fagna þessum áfanga og tekur nú væntanlega við yfirferð á tilboðum og í framhaldinu samningagerð.Nöfn bjóðendaTilboðs upphæð (kr)Hlutfall af áætlun (%) NCC AC, Íslenskir Aðalverktakar hf.6.176.608.480103,20% Ístak hf, E. Pihl & Søn AS (frávik)6.563.290.904109,60% Balfour Beatty Major Projects, Arnarfell ehf.6.594.125.072110,10% Ístak hf, E. Pihl & Søn AS7.238.614.139120,90% Impregilo S.p.A, Eykt ehf, Héraðsverk ehf.9.093.009.215151,90% Áætlaður verktakakostnaður: 5.986.880.500
Lesa meira

Siglufjarðarkaupstaður 85 ára í dag, 20. maí

Í dag, 20. maí, eru 85 ár liðin frá því Siglufjarðarkaupstaður fékk kaupstaðarréttindi. Að því tilefni gengu leikskólabörn og grunnskólabörn fylktu liði um bæinn í morgun og sungu fyrir bæjarbúa á Ráðhústorgi.Í kvöld mun Kvennakór Siglufjarðar halda tónleika í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00 og að tónleikum loknum verður gestum boðið í kaffihlaðborð í Safnarheimilinu.
Lesa meira

Fréttir af starfi Leikskála

VorsýningHin árlega vorsýning leikskólans verður fjórskipt í ár. Við gerðum tilraun í fyrra með eina sýningu en það sýndi sig að salurinn hentar ekki vel fyrir marga áhorfendur í einu því margir sáu ekki nema brot af þeirri sýningu. En að þessu sinni verður hver deild með sinn sýningardag. Allir í leikskólanum eru hins vegar að vinna með sama þemað sem er vináttan og afrakstur þeirra vinnu er skemmtilega ólík eftir deildum og aldri. Það er ýmist verið að æfa saman vísur, söngva, leikrit og einnig er mikil myndlistarvinna í gangi bæði hóp og einstaklingsverkefni. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært um mæta og sjá brot af afrakstri þeirra vinnu. Sýningadagar eru sem hér segir:Skollaskál þriðjudaginn 20.maí kl.15.00Selskál miðvikudaginn 21.maí kl.15.00Nautaskál f.h.miðvikudaginn 21.maí kl.11.00Nauta og Núpaskál e.h. fimmtudaginn 22.maí kl.16.00Útskriftarferð elstu barna verður 23. maí. Farið verður að Sólgörðum eins og fyrri ár enda hefur það gefist vel. Fundur með foreldrum þessara barna verður haldinnfimmtudaginn 15. maí kl. 17.30 og þá verður nánar farið í skipulag ferðarinnar. Sveitaferð Farið verður að Helgustöðum í Fljótum mánudaginn 26. maí. Fyrir hádegi : lagt af stað héðan kl 9.00Eftir hádegi : lagt af stað kl.13.30Látið okkur vita ef þið sjáið ykkur ekki fært að koma. Ef annar fylgdarmaður er með þá er æskilegt að sá aðili sé eldri en 12 ára. Þegar nær dregur munum við setja upp þátttökulista í fataklefa vegna fjölda í rútu.Útskrift elstu barna verður 27. maí milli kl.17.30-18.30. Foreldrar mæta þá með börnumsínum og verða viðstödd stutta athöfn þar sem börnin verða útskrifuð með pomp og prakt.Náms og menningarferð starfsfólksÞann 29. maí 2003 fer starfsfólk leikskólans í námsferð til Danmerkur. Fyrirhugað er að skoða tvo til þrjá leikskóla á föstudeginum 30. maí. Um helgina munum við hins vegar gerast menningarlegar og skoða og njóta það sem Kaupmannahöfn hefur upp á að bjóða. Þetta er í fyrsta skipti sem starfsfólk Leikskála fer saman út fyrir landsteinana í leit að þekkingu. Þátttaka meðal starfsmanna er mjög góð en það ætla alls 20 starfsmenn. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars sá:· að efla fagstarfið· að efla félagsandann· og að víkka sjóndeildarhringinnKristín Nordurlys leikskólakennari í Kaupmannahöfn hefur veg og vanda af skipulagningu ferðarinnar leikskólaheimsóknar. Tveir skipulagsdagar þetta árið eru notaðir í þessa ferð það eru föstudagurinn 30. maí og mánudagurinn 2. júní. Þessa er leikskólinn því lokaður. Með kveðju Leikskólastjóri
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Siglufjarðarkaupstaður auglýsir hér með eftir aðila sem áhuga hefði á samstarfi um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn sumarið 2003. Þetta gæti t.d. verið hentugur möguleiki fyrir rekstraraðila í miðbæ Siglufjarðar þar sem auðvelt væri að samræma starfsemi upplýsingamiðstöðvar þeirri starfsemi sem fyrir er eða fyrir aðra aðila sem hafa aðgang að hentugu húsnæði á þessu svæði og sjá sér hag í samstarfi við bæinn á þessu sviði. Upplýsingar sem fram þurfa að koma í umsókn:
Lesa meira

Menningarnótt í Reykjavík - Þátttaka Siglufjarðarkaupstaðar

Siglufjarðarkaupstað hefur formlega verið boðið að taka þátt í dagskrá á Menningarnótt í Reykjavík sumarið 2003 og fær Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík til afnota fyrir viðburði frá Siglufirði. Menningarnóttin er 16. ágúst n.k. og verður nú unnið að undirbúningi fyrir þátttöku Siglufjarðarkaupstaðar. Boðið er mjög kærkomið og mikilvægt er að vel takist til við undirbúninginn þannig að Siglfirðingar geti nýtt sér þetta tækifæri til fullnustu varðandi kynningu á bænum og því sem hér fer fram í atvinnulífi, félagslífi og fleiru.
Lesa meira

Ódýrt í sund á Siglufirði - Verðkönnun á sundstöðum

Neytendasamtökin gerðu nýlega verðkönnun á aðgangi að sundlaugum í nokkrum sveitarfélögum. Í könnuninni er ekki tekið tillit til stærðar sundlauganna eða þjónustu.Ef Sundhöll Siglufjarðar er borin saman við niðurstöður könnunarinnar kemur í ljós að frekar ódýrt er hér í sund miðað við aðra staði á Norðurlandi. Árskort fyrir fullorðna er dýrast á Akureyri og Húsavík skv. könnuninni eða kr. 25.000,- en árskort á Siglufirði kostar kr. 17.000,-. Venjulegt fullorðinsgjald í Sundlaug Akureyrar er kr. 290 en á flestum stöðum í könnuninni er gjaldið kr. 220 til kr. 250,- en í Sundhöll Siglufjarðar kostar kr. 200,-.Niðurstöður könnunarinnar má skoða á heimasíðu Neytendasamtakanna, www.ns.is
Lesa meira

Styrkur til tónlistarnáms

Minningarsjóður um Kristján Sigtryggsson, Óskar Garibaldason og Sigursvein D. Kristinsson auglýsir styrki til umsóknar.Markmið sjóðsins er að styrkja ungt tónlistarfólk sem getið hefur sér góðan orðstír til að afla sér meiri menntunar og reynslu á sínu sviði. Umsækjendur skulu hafa stundað nám við Tónlistarskóla Siglufjarðar og lokið þaðan námi eða frá öðrum tónlistarskólum.Ljósrit af prófskírteinum fylgi umsókn svo og greinargerð um fyrirhugað framhaldsnám. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2003 og skulu umsóknir sendar til Tónlistarskóla Siglufjarðar Aðalgötu 27 580 Siglufjörður, merktar „Minningarsjóður“Uthlutun fer fram við skólaslit Tónlistarskóla Siglufjarðar hinn 22. maí nk. Sjóðstjórn
Lesa meira

Vinnuskóli Siglufjarðar sumarið 2003 - störf flokksstjóra

Vinnuskólinn óskar eftir að ráða flokkstjóra til starfa.Starfstími flokkstjóra í sumar verður frá júníbyrjun og fram í miðjan ágúst. Daglegur vinnutími flokksstjóra er kl. 8-12 og kl. 13-17. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofu.Við umsókn þarf viðkomandi að gefa upp banka og reikningsnúmer og leggja inn skattkort.Minnt er á að vinnuskólinn á að vera reyklaus.Skólafulltrúi
Lesa meira

Sameiginlegur bæjarstjórnarfundur sveitarfélaga við Eyjafjörð

Á morgun, miðvikudag, verður haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórna Akureyrar, Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Fundurinn verður haldinn gegnt munna væntanlegra Héðinsfjarðarganga í Ólafsfirði, við gamla flugvöllinn, og hefst hann kl. 17.Tilefni fundarins er að undirstrika mikilvægi þeirra samgöngubóta sem væntanleg Héðinsfjarðargöng eru fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið þar sem þau m.a. treysta grundvöll öflugs samstarfs og sameiningar sveitarfélaga á svæðinu. Dagskrá fundarins er svo hljóðandi:Fundarsetning – Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, formaður bæjarráðs, Ólafsfirði.Mikilvægi jarðganganna – Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyri.Ávarp - Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.Sameiginleg ályktun kynnt – Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Siglufirði.Fundarslit.
Lesa meira