Fréttir

Breyttur opnunartími hafnarvogar frá 1. mars nk.

Vakin er athygli á að nýr opnunartími hafnarvogarinnar tekur gildi þann 1. mars nk. og verður sem hér segir:a/ Á tímabilinu 01.09. – 30.04. frá kl. 07:00- 18:00 virka daga og frá 15:00-19:00 á laugardögum b/ Á tímabilinu 01.05. - 31.08 frá kl. 07:00- 21:00 virka daga og frá 15:00-19:00 á laugardögum Fyrir þjónustu utan opnunartíma og eftir kl. 19:00 á tímabili b/ greiðist yfirvinna.Hafnarstjóri.
Lesa meira

Hollvinir Hólsdalsins

Kynningarfundur um stofnun félags til verndar Hólsdalnum og endurbóta á umhverfi Hólsárverður haldinn í fundarsal Bátahússins laugardaginn 12. febrúar kl. 13. Hvernig getum við bætt og fegrað dalinn svo hann nýtist sem flestum? Þetta mál snertir golfara, hestamenn, knattspyrnufólk, stangveiðimenn, göngufólk, skógræktarfólk og skíðamenn. Kynning á gömlum skipulagsteikningum og umræður.Allir áhugamenn og hagsmunaaðilar hvattir til að mæta!Undirbúningsnefnd.
Lesa meira

Úthlutun byggðakvóta á Siglufirði 2005.

Bæjarstjórn Siglufjarðar auglýsir hér með eftir umsóknum um byggðakvóta á Siglufirði fiskveiðiárið 2004/2005. Við úthlutun verður farið eftir neðangreindum reglum sem staðfestar hafa verið af Sjávarútvegsráðuneytinu. Skv. reglugerð nr. 596/2003 um úthlutun byggðakvóta er það Sjávarútvegsráðuneytið sem úthlutar byggðakvóta en viðkomandi sveitarfélagi er heimilt að gera tillögu að úthlutun.REGLUR VARÐANDI ÚTHLUTUN BYGGÐAKVÓTA Á SIGLUFIRÐI FISKVEIÐIÁRIÐ 2004/2005.Megintilgangur reglnanna skal vera að auka útgerð og vinnslu á fiski á Siglufirði og fjölga störfum. 1. Veiðiheimildum samkvæmt bréfi Sjávarútvegsráðuneytisins frá 6. desember 2004 skal úthlutað til einstakra aflamarksskipa og krókaaflamarksbáta, sem leggja upp afla sinn til vinnslu hjá fiskverkunarstöðvum á Siglufirði, samkvæmt nánara samkomulagi. Eingöngu skulu fiskiskip sem skráð eru á Siglufirði 31.12.2004 koma til greina við úthlutun aflaheimilda. Ekkert fiskiskip skal hljóta meira en 15 þorskígildislestir með þeirri undantekningu er fram kemur í reglu 2.1. Eftirstöðvum vegna 15 tonna ákvæðis skal skipta á milli fiskiskipa á grundvelli greinar 2.2.b. Ef bolfiskaflamark skips hefur minnkað frá úthlutun fiskveiðiársins 2004/2005 til 31.desember 2004 vegna framsals þá kemur það skip aðeins til greina við skiptingu 10% hlutarins sbr. c-lið 2.2. gr. Þeir aðilar sem fengu úthlutað byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári og hafa ekki fylgt þágildandi reglum varðandi ráðstöfun byggðakvóta skulu ekki koma til greina við úthlutun nú.2. Byggðakvóta verður skipt þannig milli þeirra fiskiskipa er sækja um og fullnægja skilyrðum:2.1. 50 þorskígildistonn skulu skiptast milli skipa sem landað hafa úthafsrækju til vinnslu á Siglufirði á árinu 2004 í hlutfalli landaðs rækjuafla þeirra þar.2.2. Eftirstöðvum, 155 þorskígildistonnum skal skipt sem hér segir:a). 20% skal skipt jafnt á milli fiskiskipa, þó þannig að ekkert skip auki úthlutaðan kvóta um meira en 100%.b). 70% skal skipt á grundvelli úthlutunar veiðiheimilda í upphafi fiskveiðiársins 2004/2005.c). 10% byggðakvóta verður úthlutað í mars 2005. Um þann hluta geta sótt um fiskiskip sem ekki fá úthlutað byggðakvóta skv. reglum þessum og uppfylla ekki skilyrði um framsal sbr. 2.málsgr. reglu 1.d). Ef útgerðaraðili hefur ekki lögheimili á Siglufirði þann 31. desember 2004 skal úthlutun til viðkomandi fiskiskips skerðast um 50%. Eftirstöðvum vegna þessa ákvæðis skal skipta jafnt á milli fiskiskipa. 3. Öllum aðilum á Siglufirði sem úthlutað er byggðakvóta er skylt að leggja til aflaheimildir að lágmarki til jafns við úthlutaðan byggðakvóta og skoðast móttekin umsókn sem staðfesting viðkomandi á því að það verði gert. Skilyrði til úthlutunar byggðakvóta er að viðkomandi eigi ekki í vanskilum við Siglufjarðarkaupstað.4. Þeir aðilar sem úthlutað er byggðakvóta skulu leggja fram gagnkvæman samning við fiskvinnslu um löndun afla og vinnslu á Siglufirði. Öllum afla samkvæmt þessari grein skal landað fyrir lok fiskveiðiárs.5. Úthlutaður byggðakvóti er ekki framseljanlegur en heimilt er að skipta á milli tegunda. Minnki aflaheimildir fiskiskips sem hlýtur byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári vegna framsals skulu þær afsala sér sambærilegu magni af byggðakvótanum, sem úthlutað verður að nýju.6. Í lok fiskveiðiárs skulu útgerðir og fiskverkanir, sem fengið hafa byggðakvóta skila til sveitastjórnar skýrslu um landaðan afla til vinnslu í samningsbundnum fiskverkunarfyrirtækjum eða mótteknum afla frá útgerðum og skal skýrslan staðfest af viðkomandi samningsaðila. Verði skýrslu ekki skilað eða ákvæðum þessara reglna um löndun og vinnslu afla ekki fylgt skulu viðkomandi bátar og fiskverkanir ekki eiga rétt á úthlutun byggðakvóta komi til slíkrar úthlutunar.Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þann 14. febrúar n.k. og ber að skila umsóknum fyrir þann tíma á bæjarskrifstofu. Umsóknum skal fylgja staðfesting á skráningu viðkomandi fiskiskips, kvótastöðu og annað er nauðsynlegt er skv.ofangreindum reglum. Nánari upplýsingar eru gefnar af bæjar – og skrifstofustjóra.
Lesa meira

Búið að landa um 12 þúsund tonnum af loðnu.

Búið er að landa um 12 þúsund tonnum af loðnu á Siglufirði það sem af er árinu og er það mun meiri afli en landað hefur verið hér á undanförnum árum í janúarmánuði.Upplýsingar fengnar af "Lífið á Sigló".
Lesa meira

Siglufjörður í samstarfi um gerð gönguleiðakorta/útivistarkorta

Ferðamálaráð Íslands úthlutaði á dögunum styrkjum til ýmissa málaefna á sviði umhverfismála. Siglufjörður, Ólafsfjörður og Háskólinn á Hólum fengu samtals úthlutað einni og hálfri milljón til gerðar gönguleiðarkorta/útivistarkorta.Þessir aðilar munum vinna sameiginlega að gerð eins korts fyrir svæðið á Tröllaskaga. Markmiðið með þessari vinnu er að auka möguleika ferða- og útivistarfólks á að nýta sér Tröllaskagann sem ákjósanlegan stað til útivistar.
Lesa meira

Þjóðlagahátíð á Siglufirði verðlaunuð.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut fyrstu Eyrarrósina, sem veitt var við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir stundu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verðlaunin eru ein og hálf miljón króna og verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur.Frétt af textavarpi RÚV.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun afgreidd í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Siglufjarðar afgreiddi fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 og þriggja ára áætlun 2006-2008 í síðari umræðu á fundi sínum þann 29. desember.Fjárhagsáætlun 2005 er unnin sameiginlega af meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar og er lögð fram sameiginlega.Áætlunin gerir ráð fyrir að niðurstaða A og B hluta sé neikvæð um ríflega 16,5 milljónir króna. Skatttekjur eru áætlaðar 471 milljón.Framkvæmt verður fyrir rúmlega 43 milljónir króna á árinu, þ.á.m. er um 17.5 milljónir áætlaðar til framkvæmda við íþróttahús, 16 milljónir til gatnagerðar, rúmar 4 milljónir til framkvæmda við Vatnsveitu og 5 milljónir til framkvæmda við sparkvöll á skólalóð við neðra hús Grunnskólans en það verkefni er í samráði við KSÍ.Ítarlegri upplýsingar um fjárhagsáætlun birtast á síðunni innan skamms.
Lesa meira

Sameiningarmál - bókun bæjarstjórnar.

Á fundi bæjarstjórnar þann 29. desember var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:“Bæjarstjórn Siglufjarðar leggur til við nefnd félagsmálaráðuneytis um sameiningu sveitarfélaga að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga í og við Eyjafjörð, þ.e. að eftirfarandi sveitarfélög verði sameinuð í eitt; Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Grímsey, Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur. Þátttaka Siglufjarðarkaupstaðar í slíkri sameiningu er algerlega háð því að tryggð verði betri vegtenging staðarins við Eyjafjörð með Héðinsfjarðargöngum.”
Lesa meira

Sólstöðutónleikar í Bátahúsinu.

Sólstöðutónleikar verða í Bátahúsinu í kvöld og hefjast þeir kl. 20.00.Þar koma fram Hlöðver Sigurðsson tenór og Renáta Iván sem leikur á píanó.Á dagskrá verða íslensk og erlend sönglög og jólalög.Það verður heitt á könnunni og hugguleg jólastemning.
Lesa meira

Jólaball Siglfirðingafélagsins.

JólaballSiglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenniverður haldið í sal KFUM & KFUKvið Holtaveg 28 í Reykjavíkmánudaginn 27. desember nk. kl. 17:00.Hljómsveitin Fjörkarlarnir spila og syngja og jólasveinarnir síkátu færabörnunum glaðning.Salur KFUM og KFUK er tvískiptur sem gerir það að verkum að hægt er að verameð í fjörinu í kringum jólatréð en einnig er hægt að sitja íveitingasalnum og spjalla saman yfir vöfflum, smákökum og heitu súkkulaði.Viljum við því hvetja alla Siglfirðinga, unga sem aldna, til að koma oggera sér glaðan dag með öðrum Siglfirðingum um jólin..Jólaballsnefnd Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni.
Lesa meira