Fréttir

Siglfirðingur ársins 2005

Siglfirðingur ársins 2005 var kjörinn af Siglfirðingum sem hringdu á skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar sl. miðvikudag þar sem Lionsmenn tóku við uppástungum um tilnefningu.
Lesa meira

Lagt til að níu fulltrúar verði í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags

Samstarfsnefnd um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar gerir tillögu um níu fulltrúa í sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélag, en ekki sjö eins og lagt var til í skýrslu Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri um sameiningu sveitarfélaganna. Í skýrslu RHA var lagt til að grunnskólarnir í Ólafsfirði og á Siglufirði verði sameinaðir í eina stofnun með einn skólastjóra og tvo aðstoðarskólastjóra. Samráðsnefnd telur ekki tímabært að taka þetta skref og leggur þess í stað til að fyrstu ár sameinaðs sveitarfélags verði nýtt til þess að samræma og skipuleggja skólahald í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi, með það að markmiði að eftir að Héðinsfjarðargöng verða opnuð verði rekstur grunnskólanna í Ólafsfirði og á Siglufirði sameinaður í eina stofnun undir einni stjórn.Í skýrslu RHA er lagt til “að ráðningarsamningum þar sem breytingar verða á fyrirkomulagi verði sagt upp þannig að hendur nýrrar sveitarstjórnar verði eins óbundnar og kostur er,” eins og orðrétt er sagt í skýrslunni. Samráðsnefnd tekur ekki undir þetta ákvæði í skýrslunni og leggur til að sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags staðfesti nýtt skipurit fyrir sveitarfélagið og geri breytingar á starfsmannahaldi samkvæmt því.Í öllum meginatriðum gerir samráðsnefnd tillögur RHA að sínum, ef frá eru skilin framangreind atriði og verða þær kynntar í bæklingi sem verður dreift í hús í Ólafsfirði og á Siglufirði mánudaginn 23. janúar nk. Bæklinginn má sjá hér.Í bæklingnum kemur m.a. fram að samráðsnefnd leggur til að ef sveitarfélögin verða sameinuð verði efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á sameinað sveitarfélag og íbúar velji síðan nafn úr nokkrum tillögum samhliða sveitarstjórnarkosningum í maí nk.Samráðsnefnd um sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar efnir til kynningarfunda í næstu viku. Fundurinn á Siglufirði verður í Bíósalnum þriðjudaginn 24. janúar kl. 20 og í Tjarnarborg í Ólafsfirði miðvikudaginn 25. janúar kl. 20. Árshlutareikningur Ólafsfjarðarbæjar 30. september 2005Árshlutareikningur Siglufjarðarkaupstaðar 30. september 2005Samanlagðir árshlutareikningar Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar 30. september 2005
Lesa meira

Borgarafundur á morgun vegna sameiningarmála.

Á morgun, þriðjudaginn 17. janúar, mun bæjarstjórn Siglufjarðar halda opinn borgarafund á Bíó Café kl. 20.00 þar sem kynnt verður staða mála varðandi sameiningarmál við Ólafsfjörð. Fulltrúar úr samstarfsnefnd munu kynna stuttlega skýrslu RHA og verður síðan opið fyrir fyrirspurnir um allt er viðkemur fyrirhuguðum sameiningarkosningum. Siglfirðingar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og kynna sér stöðuna í þessu mikilvæga málefni.
Lesa meira

Skýrsla RHA um sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Skýrsla Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri er nú komin inn á síðuna og má sjá hana hér til hliðar undir tenglinum "Sameiningarmál".Siglfirðingar og aðrir eru hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar en jafnframt er hægt að fá hana í prentuðu formi á bæjarskrifstofum.
Lesa meira

Skíðasvæðið

Siglufjarðarkaupstaður og Skíðafélag Siglufjarðar undirrituðu á gamlársdag verksamning um rekstur skíðasvæðanna. Í samningnum fellst að Skíðafélagið tekur að sér rekstur skíðasvæða í Skarðsdal og Hólsdal. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. janúar nk. og gildir til eins árs. skíðasvæðið
Lesa meira

Úthlutunarreglur byggðakvóta.

Á heimasíðu Þormóðs ramma – Sæbergs má sjá yfirlýsingu vegna reglna um úthlutun byggðakvóta á Siglufirði fiskveiðiárið 2005-2006. Bæjaryfirvöld harma niðurstöðu þeirrar yfirlýsingar þar sem beinlínis er gefið í skyn að Siglufjarðarkaupstaður sé með reglum sínum að senda fyrirtækinu ÞRS skýr skilaboð um að bæjaryfirvöld hafi ekki áhuga á að taka þátt í að leysa þann vanda sem blasir við rækjuvinnslu hér í bæ. Ugglaust má ávallt gagnrýna úthlutun byggðakvóta og sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum hvað það varðar en úthlutunarreglur eru nú gerðar af bestu vitund og með hagsmuni heildarinnar í huga. Byggðakvóti er fyrst og fremst hugsaður til þess að styrkja vinnslu og veiðar í viðkomandi byggðarlagi. Gríðarlegur vöxtur hefur verið í útgerð smábáta á Siglufirði á árinu sem er að líða og má nefna að landaður afli smábáta á árinu 2005 er nú um 4700 tonn á móti um 1500 tonnum allt árið 2004. Reglur um úthlutun byggðakvóta ákvarðast því fyrst og fremst á því að bæjaryfirvöld telja mikilvægt að styðja við þá þróttmiklu smábátaútgerð sem hér hefur verið að vaxa. Jafnframt má nefna að á síðasta ári var hér settur á fót fiskmarkaður m.a. með þátttöku Þormóðs ramma – Sæbergs og telja bæjaryfirvöld afar mikilvægt að við slíka starfsemi, nýja starfsemi í atvinnuflóru Siglufjarðar, sé reynt að styðja með tiltækum ráðum. Það eru því fyrst og síðast þau sjónarmið að verið sé að skjóta styrkari stoðum undir vaxtarbrodda í atvinnulífi Siglufjarðar sem ráða för þegar reglur um úthlutun byggðakvóta eru samþykktar í bæjarstjórn Siglufjarðar. Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa fullan skilning á þeim vanda sem sjávarútvegur og þá helst rækjuvinnsla á við að glíma um þessar mundir og eru að sjálfsögðu tilbúin til viðræðna við fyrirtæki ÞRS um lausnir á þeim vanda. Stjórnendum og starfsmönnum Þormóðs ramma – Sæbergs óska bæjaryfirvöld góðs gengis og gleðilegrar hátíðar sem og bæjarbúum öllum og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi.
Lesa meira

Sameining sveitarfélaga.

Nokkrar athugasemdir hafa verið gerðar vegna þess að ekki hafi farið fram kynning á stöðu mála varðandi kosningar um sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Staðan á þessum málum er þannig að beðið er samantektar frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og frá endurskoðendum sveitarfélaganna en þegar þær upplýsingar liggja fyrir verða málin að sjálfsögðu kynnt fyrir íbúum þessara staða mjög nákvæmlega. Bæjarstjórnir beggja staða hafa samþykkt eftirfarandi tillögu eins og fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar: "Samstarfsnefnd um sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem kosin var annars vegar á fundi bæjarstjórnar Ólafsfjarðar þann 27. október 2005 og hinsvegar bæjarstjórnar Siglufjarðar þann 27. október 2005 leggur til að gengið verði til kosninga um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Sigufjarðarkaupstaðar og stefnt verði að kosningu laugardaginn 28. janúar 2006."Hér er því stefnt að kosningu þann 28. janúar 2006 og því var tímabært að auglýsa utankjörfundaratkvæðagreiðslu þar sem nokkurn tíma verður að gefa til slíkrar atkvæðagreiðslu. Gera má ráð fyrir því að upplýsingar frá RHA og endurskoðendum liggi fyrir nú rétt fyrir jól og verða því kynningar á stöðu mála í framhaldi af því.
Lesa meira

Tónlistarskólinn opnar heimasíðu.

Tónlistarskóli Siglufjarðar hefur opnað nýja heimasíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um skólann.Slóðin er www.sigloskoli.is/tonskoli
Lesa meira

Reglur um úthlutun byggðakvóta.

Eftirfarandi reglur um úthlutun byggðakvóta hafa verið samþykktar í bæjarráði Siglufjarðar:“Megintilgangur reglnanna skal vera að auka útgerð og vinnslu á fiski á Siglufirði og fjölga störfum. 1. Veiðiheimildum samkvæmt bréfi Sjávarútvegsráðuneytisins frá 8. ágúst 2005 skal úthlutað til einstakra aflamarksskipa og krókaaflamarksbáta, sem leggja upp afla sinn til vinnslu hjá fiskverkunarstöðvumeða fiskmarkaði á Siglufirði, samkvæmt nánara samkomulagi. Eingöngu skulu fiskiskip sem skráð eru á Siglufirði 1.09.2005 koma til greina við úthlutun aflaheimilda. Ekkert fiskiskip skal hljóta meira en 20 þorskígildislestir. Eftirstöðvum vegna 20 tonna ákvæðis skal skipta á milli fiskiskipa á grundvelli greinar 2.1.b. Ef bolfiskaflamark skips hefur minnkað frá úthlutun fiskveiðiársins 2004/2005 til 1.september 2005 vegna framsals þá kemur það skip aðeins til greina við skiptingu 15% hlutarins sbr. c-lið 2.1. Þeir aðila sem fengu úthlutað byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári og hafa ekki fylgt þágildandi reglum varðandi ráðstöfun byggðakvóta skulu ekki koma til greina við úthlutun nú.2. Byggðakvóta verður skipt þannig milli þeirra fiskiskipa að hámarki 30 brúttórúmlestir að stærð er sækja um og fullnægja skilyrðum.2.1. Veiðiheimildunum 210 þorskígildistonnum skal skipt sem hér segir:a). 45% skal skipt jafnt á milli fiskiskipa.b). 35% skal skipt á grundvelli úthlutunar veiðiheimilda í upphafi fiskveiðiársins 2005/2006.c. 20% byggðakvóta verður úthlutað í janúar 2006. Um þann hluta geta sótt um: a) Fiskiskip sem uppfylla ekki skilyrði um framsal sbr. 2. málsgr. reglu 1.b) Fiskiskip sem gera út á ferðamennsku. 3. Öllum aðilum á Siglufirði sem úthlutað er byggðakvóta er skylt að leggja til aflaheimildir að lágmarki til jafns við úthlutaðan byggðakvóta og skoðast móttekin umsókn sem staðfesting viðkomandi á því að það verði gert. 4. Þeir aðilar sem úthlutað er byggðakvóta skulu leggja fram gagnkvæman samning við fiskvinnslu/fiskmarkað á Siglufirði um löndun afla. Öllum afla samkvæmt þessari grein skal landað fyrir lok 31. júlí 2006.5. Úthlutaður byggðakvóti er ekki framseljanlegur en heimilt er að skipta á milli bolfisktegunda. Minnki aflaheimildir fiskiskips sem hlýtur byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári vegna framsals skulu þær afsala sér sambærilegu magni af byggðakvótanum, sem úthlutað verður að nýju.6. Í lok fiskveiðiárs skulu útgerðir, sem fengið hafa byggðakvóta skila til sveitastjórnar skýrslu um landaðan afla til vinnslu í samningsbundnum fiskverkunarfyrirtækjum eða á fiskmarkaði og skal skýrslan staðfest af viðkomandi samningsaðila. Verði skýrslu ekki skilað eða ákvæðum þessara reglna um löndun og vinnslu afla ekki fylgt skulu viðkomandi bátar og fiskverkanir ekki eiga rétt á úthlutun byggðakvóta komi til slíkrar úthlutunar.Umsóknarfrestur er til 5. desember n.k.
Lesa meira

Skíðasvæðið opið

Skíðasvæðið verður opið um helgina. Nægur snjór er í skarðinu og aðstæður eins og best verður á kosið. Innheimt verður skv. gjaldskrá. Upplýsingasími skíðasvæðisins er 878-3399. myndir
Lesa meira