Fréttir

Ísland altengt - kynningarfundur

Ísland altengt: Sími, sjónvarp og nettenging á háhraða til allra landsmanna!Kynningarfundur Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, um Fjarskiptaáætlun til ársins 2010 verður haldinn í Bíó Café, Siglufirði, miðvikudaginn 15. mars kl. 20:00. Í áætluninni eru framsækin markmið stjórnvalda um öflugri fjarskiptanet og bætt aðgengi allra landsmanna að hvers kyns fræðslu og afþreyingarefni. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Samgönguráðuneytisins, http://www.samgonguraduneyti.is
Lesa meira

Nafn sameinaðs sveitarfélags - samkeppni

Í kjölfar ákvörðunar um sameiningu sveitarfélaganna Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar liggur fyrir að ákveða hvernig nafn hins nýja sveitarfélags skuli valið. Skipuð hefur verið nafnanefnd sem standa mun fyrir samkeppni meðal íbúa um nafn á sveitarfélagið. • Nafnanefndin mun velja allt að 5 nöfn úr tillögunum og senda örnefnanefnd til umsagnar.• Samhliða sveitarstjórnarkosningum 2006 verður gerð skoðanakönnun meðal kjósenda um nafn hins sameinaða sveitarfélags. Til grundvallar verða lögð þau nöfn sem hlotið hafa samþykki örnefnanefndar.• Nafn hins sameinaða sveitarfélags verður ákveðið af nýrri sveitarstjórn og auglýst sérstaklega.Hér með óskar nafnanefnd eftir tillögum að nafni hins sameinaða sveitarfélags frá íbúum þess. Samkvæmt lögum skal nafnið samrýmast íslenskri málfræði og málvenju. Einnig skal tekið fram að ekki er verið að horfa til núverandi stjórnsýsluheita sveitarfélaganna eða tilvísunar í þau.Tillögum skal komið á framfæri á bæjarskrifstofur sveitarfélaganna. Til að gæta hlutleysis hefur nefndin ákveðið að fara fram á að tillögur njóti nafnleyndar þar til nafn hefur verið valið. Það skal gert á þann hátt að tillaga að nafni, ásamt nafni og heimilisfangi höfundar, skal sett í umslag og því lokað. Utan á umslagið skal á ný skrifa tillöguna að nafni sveitarfélagsins. Umslaginu skal komið á bæjarskrifstofu og það merkt „Nafn sameinaðs sveitarfélags“. Skilafrestur er til og með 24. mars n.k.Nafnanefnd Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar
Lesa meira

Ályktun vegna atvinnumála.

Ályktun frá bæjarstjórnum Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og bæjarráði Dalvíkurbyggðar.“Bæjarstjórnir Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og bæjarráð Dalvíkurbyggðar fagna framkomnum tillögum um aukna atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi í formi stóriðju og lýsa yfir fullum stuðningi við þau áform að stóriðja rísi í Eyjafirði. Gríðarlega mikilvægt er fyrir svæðið í heild að horft verði til heppilegrar staðsetningar ef af slíkri uppbyggingu verður og styðja bæjarstjórnir ofangreindra sveitarfélaga hugmynd að staðsetningu í Eyjafirði. Bæjarstjórnir Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og bæjarráð Dalvíkurbyggðar hvetja til þess að áfram verði unnið að rannsóknum og tekin verði ákvörðun um staðsetningu stóriðju á Norðurlandi eins fljótt og auðið er.”
Lesa meira

Ferðafélag Siglufjarðar - stofnfundur

Stofnfundur Ferðafélags Siglufjarðar verður haldinn fimmtudaginn 16.febrúar kl.20 í fundarsal Bátahússins.
Lesa meira

Ný gjaldskrá Hafnarsjóðs.

Á fundi Hafnarstjórnar nýverið var samþykkt ný gjaldskrá Hafnarsjóðs er tók gildi þann 1. febrúar n.k.GJALDSKRÁFYRIR HAFNARSJÓÐSiglufjarðar Almenn ákvæði.1. KAFLI. 1. gr.Gjaldskrá þessi fyrir hafnarsjóð Siglufjarðar er sett skv. heimild í 17. grein hafnalaga nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1.Gjaldskráin er við það miðuð að hafnarsjóður Siglufjarðar geti haft nægar tekjur til þess að standa undir rekstri hafna sbr. 3. gr. 5. tölulið hafnalaga.. Um gjaldtöku tengdri stærð skipa. 2. gr.Við ákvörðun gjalda, sem taka mið af stærð skipa, skal miðað við brúttó tonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælingarbréfi, sem gefið er út í samræmi við alþjóðasamþykktina um mælingu skipa frá 1969. 3. gr.Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.Skipagjöld.4. gr.Lestargjöld:Af öllum skipum skal greiða lestagjald, kr. 8,95 á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.Bryggjugjöld: Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða samkvæmt eftirfarandi:Skip við bryggju kr. 4,35 á mælieiningu fyrir hverja byrjaða 24 tíma, sem skip liggur bundið, hámark 13 sinnum í mánuði. Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum, sem mánaðargjald, kr. 58,60 á mælieiningu, en þó aldrei lægra en kr. 6.396 á mánuði. Dekkbátar undir 20 Bt. Greiði kr. 6.396 Opnir bátar greiði kr. 4.185 á mánuði.Viðlegugjald flotbryggja N. pr. ár Kr. 65.406,00Viðlegugjald flotbryggja N 3. mán. Kr. 23.359,00Viðlegugjald flotbryggja S. pr. ár Kr. 46.716,00Viðlegugjald flotbryggja S. 3. mán Kr. 18.687,00Legufæri Róaldsbryggja pr. ár. Kr. 10.600,00Vörugjöld.5. gr.Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er síðar getur. 6. gr.Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi. 7. gr.Af vörum, sem fluttar eru á skip og fara eiga til annarra hafna innanlands greiðist hálft vörugjald.Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. 8. gr.Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:a) Umbúðir sem endursendar eru.b) Olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.c) Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.d) Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.9. gr.Vörugjald reiknast eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóri eða afgreiðslumaður skips skal láta höfninni í té afrit af farmskrá. Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn. Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af. 10. gr.Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir:Vörugjaldskrá:1. fl.: Gjald kr. 183,25 fyrir hvert tonn:Kol, laust korn, salt, vikur, kísilgúr, bensín, brennsluolíur, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.2. fl.: Gjald kr. 323,30 fyrir hvert tonn:Lýsi og fiskimjöl.3. fl.: Gjald kr. 349,00 fyrir hvert tonn:Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, veiðarfæri, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda. Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir. 4. fl.: Gjald 1,40%. Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans. Ef ekki liggur fyrir verðmæti aflans á milli seljanda og kaupanda skal miðað við meðalverð hverrar fisktegundar á Norðurlandi útgefið af Verðlagsstofu skiptaverðs. Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis.Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði. Gjald af grásleppuveiðum reiknast af meðalverði samkvæmt upplýsingum frá útflytjendum grásleppuhrogna.Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað,, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað.. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega.Hámarksgjald samkvæmt lið þessum er 3.300.- kr. fyrir hvert tonn. Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 132,-. Leiga á gámasvæði-geymsla veiðarfæra.11. gr.Leiga fyrir geymslusvæði skal vera eftirfarandi (gáma og báta):Geymsla á malarsvæði m2 pr. mán. kr. 20,ooGeymsla á malbikuðu svæði m2 pr. mán. Kr. 38,ooGeymsla á veiðarfærum og fargögnum á hafnarköntum. Gjaldfrítt, en fjarlægi ekki eigendur veiðarfærin eftir aðvörun greiðast kr. 2.000 á dag. Sorphirða.12. gr.Sorphirðugjald einst.sk. kr. 920Sorphirðugjald einst sk ( Sérlosun ) kr. 4.840Sorphirðugjald frístundabáta pr. mán. kr. 160Sorphirðugjald báta undir 20Bt pr. mán. kr. 920Sorphirðugjald 20-100 bt. kr. 1.616 Sorphirðugjald skipa yfir 100 BT. pr mán. kr. 2.420 Hafnsögugjöld.13. gr.Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá:a) Fyrir leiðsögu til hafnarinnar kr. 25.487,00 fyrir hvert skip, auk kr. 5,42.- fyrir hvert brúttó tonn. Fyrir leiðsögu frá höfninni greiðist sama gjald.b) Fari hafnsögumaður um borð í skip utan hafnarmarka greiðist aukalega kr. 16.990,00Festargjöld.14. gr.Festargjöld fyrir hverja afgreiðslu þar sem starfsmaður Hafnarinnar tekur á móti skipi greiðist kr. 7.393 – í dagvinnu og 8.960,00 í yfrvinnu. Sé fleiri en einn maður notaður við afgreiðslu er gjald fyrir hvern aukamann kr. 7.393,00 dagvinnu og 8.960,00 í yfirvinnu.. Vatnssala.15. gr.Vatnsgjöld: Vatn afgreitt frá bryggju:Kalt vatn kr/m3 til fiskiskipa yfir 30 brt 210 kr. pr. mán.Kalt vatn kr/m3 til fragtskipa 210 kr. pr. mán.Lágmarksgjald miðast við 10 tonn.Afgreiðsla Kr. 6.721 til viðbótar gjaldskrá. Vigtargjald.16. gr.Almenn vigtun kr. 96 á tonn.Stakir bílar kr. 1.028 á skipti Lágmarksgjald kr. 250 Gjald vegna yfirvinnu við vigtun 3.696 kr pr. klst.Hafnarvogin er opin:a/ Á tímabilinu 01.09. – 30.04. frá kl. 07:00- 18:00 virka daga og frá 15:00-19:00 á laugardögumb/ Á tímabilinu 01.05. - 31.08 frá kl. 07:00- 21:00 virka daga og frá 15:00-19:00 á laugardögum Fyrir þjónustu utan opnunartíma og eftir kl. 19:00 á tímabili b/ greiðist yfirvinna.Löndunarkranagjald17. gr.Löndun með hafnarkrana kr. 250 pr. tonnRafmagnssala.18.grGámar 40” kr. 1.092 á dagGámar 20” kr. 727 á dagTil skipa kr. 9,35 pr. kwstSmábátahöfn: kr. 10,73 pr. kwst.Tenging í dagvinnu 1.500 kr.Fari tenging fram utan dagvinnutíma greiðist tengigjald 3.360 kr. Móttaka skipa sem falla undir ISPS-kóða.19.gr.Öryggisgjald fyrir hverja skipakomu kr. 30.800.00Ef sama skip kemur oftar en einu sinni í mánuði greiðist ½ gjald fyrir komur umfram eina.Öryggisvarsla er innifalin í 3 klst.Öryggisgjald pr. öryggisvörð í dagvinnu kr. 3.025,00Öryggisgjald pr. öryggisvörð í yfirvinnu kr. 5.445,00 Um innheimtu og greiðslu gjalda.20. gr.Hafnarstjóri sér um innheimtu allra gjalda skv. gjaldskrá þessari og skal greiða gjöldin á skrifstofu hafnarinnar. Heimilt er að leita samþykkis skrifstofunnar til notkunar greiðslumiðlunar við uppgjör skulda.Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er áskilið að reikna dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.21. gr.Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til Hafnarsjóðs Siglufjarðar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. 33. gr. reglugerðar nr.326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi upplýsinga frá skipstjóra og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda.Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema að hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar. 22. gr.Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða á annan hátt sjóleiðis eða landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast skipi til skuldar áður sem skip hefur siglingu, nema annað sé sérstaklega um samið. Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er afhending vöru án greiðslu vörugjalds á hans ábyrgð.Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir.Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt. 323. gr.Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má ávallt tryggja með aðför að undangengnum dómi. Skipagjöld eru tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé. Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðkröfum sbr. ákvæði 2. mgr. 21. gr. Hafnalaga nr. 61/2003. Hafnarsjóði Siglufjarðar er heimilt að krefjast frekari trygginga fyrir greiðslu áfallinna gjalda ef ástæða þykir til. 24. gr.Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts.Hafnarsjóði Siglufjarðar er skylt að innheimta virðisaukaskatt af öllum gjöldum í gjaldskrá þessari,sbr. 3.tl.3.gr. laga nr.50/1998 um virðisaukaskatt. Gildistaka.25. gr.Gjaldskrá þessi fyrir hafnarsjóð Siglufjarðar er samþykkt af hafnarstjórn þann 31. janúar 2006, skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004.Gjaldskráin öðlast gildi 1. febrúar 2006 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.Jafnframt fellur út gildi gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Siglufjarðar frá 1. febrúar 2005. Siglufirði, 31. janúar 2006. __________________________________Runólfur Birgisson,bæjarstjóri.
Lesa meira

Fréttatilkynning frá Sjávarútvegsráðuneytinu

Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa á tímabilinu frá 31. janúar 2006 til og með 30. apríl 2006. Samkvæmt reglugerðinni verður leyfilegur heildarafli íslenskra skipa 47.219 lestir af loðnu.Frá klukkan 12:00 6. febrúar er aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar með flotvörpu innan ákveðins svæðis úti fyrir Austfjörðum. Nánari upplýsingar um það veita strandstöðvar.Reglugerðin byggir á tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar um bráðabirgðakvóta, en ekki liggur nákvæmlega fyrir á þessari stundu hvenær endurmat fer fram á loðnustofninum og ræðst það m.a. af gangi veiðanna og hvort meira finnst af loðnu á næstunni.
Lesa meira

Sameining við Ólafsfjörð samþykkt

Sameining Siglufjarðar og Ólafsfjarðar var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða í kosningum sem fram fóru sl. laugardag. 86% þeirra sem tóku þátt í kosningunni samþykktu sameiningu.
Lesa meira

Sameiningarkosningar á morgun.

Á morgun, laugardaginn 28. janúar, verður kosið um tillögu um sameiningu Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarðar. Vakin er athygli á opnununartíma kjörfundar en kosið er í efra skólahúsi frá kl. 10-20.Siglfirðingar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn til kosninga og taka þátt í þessu mikilvæga málefni sveitarfélaganna.
Lesa meira

Fundur um sameiningarmál.

Í kvöld, þriðjudag 24. janúar, mun samstarfsnefnd um sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar halda opinn borgarafund á Siglufirði, á Bíó Café kl. 20.00. Á fundinn mæta fulltrúar Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Háskólans á Akureyri, fundarstjóri er Óskar Þór Halldórsson.Siglfirðingar eru hvattir til að mæta á fundinn og skiptast á skoðunum varðandi fyrirhugaðar sameiningarkosningar sem verða n.k. laugardag.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun 2006 afgreidd í bæjarstjórn.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Siglufjarðar í gær. Áætlunin gerir ráð fyrir um 2,7 milljóna króna halla á öllum sjóðum en gert er ráð fyrir um tveggja milljóna króna afgangi af A-hluta (Aðalsjóður, Eignasjóður og Þjónustumiðstöð). Áætlað er að halli verði á Hafnarsjóði og Íbúðasjóði í B-hluta og er samanlagður halli á B-hluta áætlaður um 4,7 milljónir króna.Verulegar framkvæmdir eru áætlaðar á árinu 2006, samtals fyrir um 83 milljónir króna. Ber þar hæst gatnaframkvæmdir fyrir um 42 milljónir. Jafnframt eru áætlaðar endurbætur á Sundhöll og Íþróttahúsi fyrir um 15 milljónir og framkvæmdir við Frístundabyggð austan fjarðar fyrir um 15 milljónir. Framkvæmdir við Frístundabyggð ráðast þó af eftirspurn eftir lóðum á svæðinu en áætlað er að auglýsa lóðir þar innan skamms.Aðrar framkvæmdir eru nauðsynlegar framkvæmdir við höfnina og vatnsveitu auk endurbóta á húsnæði.Fjárhagsáætlun ársins er hægt að nálgast á bæjarskrifstofu og helstu tölur úr fundargerðum.
Lesa meira