Fréttir

Fjarnám

Samvil ehf - símenntun býður upp á áhugaverð námskeið í fjarnámi. Sjá nánar www.simnet.is/samvil eða www.fjarkennsla.com. Skráning á námskeið er á vefnum www.simnet.is/samvil, í tölvupósti samvil@simnet.is eða í síma 5537768 eða 8987824. Námskeið sem boðið er upp á í október og nóvember eru:9.okt.- 6.nóv. Vefsíðugerð í FrontPage. Námskeið í gerð heimasíðu skóla/bekkja. 4 vikur. Staðbundin lota haldin 14.okt., kl. 10.00-15.00. Verð 30.000,-kr. Umsjón: Kristín Helga Guðmundsdóttir, M.Ed. í kennslufræði og upplýsingatækni. 11.okt.-6.des. Heildstætt bókhalds- og tölvubókhaldsnámskeið, 8 vikur. Verð 48.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur 16.okt.-13.nóv. Bókhald II (Framhaldsnámskeið í hefðbundnu bókhaldi), 4 vikur. Verð 25.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur 6.nóv.-4.des. Skattskil fyrirtækja, 4 vikur. Verð 25.000,-kr. 4 vikur. Verð 25.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur 20.nóv.-18.des.Tölvubókhald. Breytt/endurhannað, 4 vikur. Verð 25.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur
Lesa meira

Ævintýrið Skrapatungurétt

Fréttatilkynning Ævintýrið SkrapatunguréttStóðsmölun og réttir í A-HúnavatnssýsluDagana 16. og 17. september verður mikið fjör í Austur Húnavatnssýslu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Gestir eiga þess kost að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur geta leigt hesta hjá heimamönnum eða mætt með sína eigin hesta. Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 16. september. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður Laxárdal. Athugið að ekki er aðstaða til að geyma hross yfir nótt á Strjúgsstöðum að þessu sinni. Aðstaða verður til að geyma bíla og taka niður hross við sandnámu við Strjúgsstaði (norðari afleggjari). Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni. Við Kirkjuskarðsrétt á Laxárdal er hópurinn um kl 14. Þar hvíla hestar og menn og fá sér að eta og drekka eftir þörfum. Veitingar verða seldar á staðnum. Ráðgert er að leggja af stað kl. 16 frá Kirkjuskarði. Þaðan er riðið norður í Skrapatungrétt sem er ein myndarlegasta stóðrétt landsins. Gestir og heimamenn heillast ávallt af tignarlegu stóðinu. Ferðamannafjallkóngur líkt og í fyrra verður Valgarður Hilmarsson forseti bæjarstjórnar Blönduóss. Honum til halds og trausts að þessu sinni verður Ferðamannafjalldrottningin Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi. Þau eru bæði heimavön á þessum slóðum og munu sjá um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni. Fyrir þá sem heldur vilja koma á bíl til að fylgjast með gangnamönnum og réttarstörfum, er rétt að benda á að Skrapatungurétt er í um 15 mín. akstursfjarlægð frá Blönduósi en fram að Kirkjuskarðsrétt er aksturstími um 40 mín. Á laugardagskvöldinu kl 20 verður grillað við reiðhöllina á Blönduósi. Þeir sem vilja vera með í grillpartýinu er beðnir að panta fyrir hádegi föstudaginn 15.september í síma 898 5695 eða 891 7863. Að sjálfsögðu verður spilað á gítar og sungið að hestamannasið. Partýstemningin nær svo hámarki á dansleik síðar um kvöldið í Félagsheimilinu Blönduósi. Þar leikur fyrir dansi stuðhljómsveitin Signýja. Á sunnudagsmorgun hefjast réttarhöld í Skrapatungurétt um kl. 11. Bændur ganga í sundur hross sín og reka þau svo í lok dags til síns heima. Oft finna karlar og konur sinn draumagæðing í smalamennskunni eða í réttunum.Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað, sungið og skemmt sér að sið Íslendinga. Allir gestir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar um gistimöguleika eða aðra þjónustu og bókanir í stóðsmölun, hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Blönduósi: ferdamal@simnet.is , sími 452 4520 og í síma 891 7863 eða í netfangi haukur@ssnv.is.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 12. september 2006

Fjórði fundur bæjarstjórnarFjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu Siglufirði þriðjudaginn 12. september 2006 kl. 17.00.DagskráFundargerð bæjarráðs frá 20., 27. júlí, 3., 10., 24. og 30. ágúst og 7. september 2006. Fundargerð sameiningarnefndar frá 8. ágúst 2006. Fundargerð hafnarstjórnar Siglufjarðar frá 8. ágúst 2006. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. ágúst 2006. Fundargerð fræðslunefndar frá 23. ágúst og 6. september 2006. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 29. ágúst 2006. Fundargerð barnaverndarnefndar Út-eyjar frá 30. ágúst 2006. Fundargerð félagsmálanefndar frá 31. ágúst 2006. Fundargerð frístundanefndar frá 31. ágúst 2006. Fundargerð menningarnefndar frá 6. september 2006.Til kynningar;Fundagerðir nefnda sem samþykktar hafa verið í bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar.Fundargerð húsnæðisnefndar frá 19. júlí 2006.Fundargerð fræðslunefndar frá 19. júlí 2006.Fundargerð félagsmálanefndar frá 20. júlí 2006.Fundargerð menningarnefndar frá 20. júlí 2006.Fundagerðir skipulags- og umhverfisnefndar frá 26. júlí og 9. ágúst 2006. Ólafsfirði 8. september 2006Þorsteinn Ásgeirssonforseti bæjarstjórnar
Lesa meira

Bryggjuskrall

Bryggjuskrall í Ólafsfirði laugardaginn 9. september 2006Menningar- og listafélagið Beinlaus biti býður til menningarveislu í Ólafsfirði um helgina. Veislan verður haldin í salthúsi Sigvalda Þorleifssonar við Ólafsfjarðarhöfn og hefst kl. 13:00.Dagskrá:kl. 13:00 Hinn eini sanni Örvar Kristjánsson ásamt hljómsveit, leikur sígild sjómannalög.kl. 13:20 Roðlaust og beinlaust spila lög af nýja diskinumkl. 13:30 Vorboðakórinn, kór eldri borgara á Siglufirði syngur undir stjórn Sturlaugs Kristjánssonar.kl. 14:00 Ásgeir Tómasson fréttamaður rekur ásamt Roðlaust og beinlaust sögu íslenskrar sjómannatónlistar í tali og tónum.kl. 14:20 Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um textagerð í íslenskri sjómannatónlist ásamt Roðlaust og beinlaust sem gefa tóndæmi.kl. 14:40 ÓB-kvartettinn frá Siglufirði syngur nokkur lög undir stjórn Sturlaugs Kristjánssonarkl. 15:00 Harmonikkusnillingurinn Ave Tonison frá Eistlandi leikur tónlist frá heimalandi sínu.kl. 15:15 Tóti og Danni, Siglfirskir trúbadorar kl. 15:35 Unglingahljómsveitin Kynslóðin625 frá Ólafsfirðikl. 15:50 Ari í Árgerði kynnir lög af nýjum diskikl. 16:00 Brasilíski gítarsnillingurinn Thiago Trinsi Silveira leikur Brasilíska tónlistkl. 16:20 Gísli Gíslason Akureyri syngur eigin lögkl. 16:30 Tröllaskagahraðlestinn, Idol systkinin Lísa og Gísli, blúsa feittkl. 17:00 Kynning á væntanlegri heimildarmynd um hljómsveitina Roðlaust og beinlaustKl. 17:10 Roðlaust og beinlaust leika ný og gömul lögMyndlistarsýning í salthúsi Sigvalda. Garún, Bergþór Morthens og Sigurður Pétur sýna verk sín á meðan á tónleikunum stendur.Veitingahúsið Höllin býður upp á sjávarréttarmatseðill á milli kl. 18-20 í tilefni dagsins. Matseðill dagsins: Sigin fiskur, selspik, kartöflur og hangiflot. Kæst skata, kartöflur og hangiflot Hákarl og harðfiskur Skötuselur í rjómasósuPantið tímanlega í síma 466-4000.Kl. 20:00-23:00Tónleikar í salthúsi Sigvalda þar sem heitustu unglingahljómsveitir Eyjafjarðar koma fram.Kátt í Höllinni kl. 21:00. Söngur gleði og gaman. Fólk mætir með hljóðfærin sín og syngur og spilar af hjartans list.Aðgangur er ókeypis á alla dagskránna í salthúsi SigvaldaKl. 23:00 Útgáfutónleikar Roðlaust og beinlaust í Tjarnarborg og dansleikur strax á eftir með hljómsveit Sævars Sverrissonar og vinum hans.Aðgangseyrir á kvöldtónleika og dansleik í Tjarnarborg kr. 1.000- Góða skemmtun!Menningar- og listafélagið Beinlaus biti
Lesa meira

Þjóðlagasetur - Töðugjöld

Miðvikudaginn 23. ágúst 2006 kl. 20.30Söngur, upplestur, gamanvísurSérstakur gestur: Sigurbjörg Þrastardóttir skáld og rithöfundurHeitt á könnunniAðgangur ókeypis
Lesa meira

Lausaganga hunda er bönnuð.

Hundaeigendur.All margar kvartanir hafa borist um lausa hunda.Þar kemur fram að hundarnir valsi lausir um hverfi bæjarins.Í reglugerð um hundahald á Siglufirði segir:2. gr. h liður. Hundur skal aldrei ganga laus á allmennafæri, heldur vera í festi og í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir honum.Þegar hundur er í festi á húslóð, skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins.Heimilt er að sleppa hundum lausum á auð og óbyggð svæði sem eru ónotuð, fjarri mannabyggð.Hundaeftirlitið, skorar á alla hundaeigendur að passa hunda betur, að öðrum kosti verða hundarnir handsamaðir og eigendur þeirra að borga þann kostnað sem af því hlíst.Hundaeftirlitið á Siglufirði.
Lesa meira

Stelpurnar í 6. flokki Pæjumótsmeistarar

Frétt á heimasíðu K.S. "Nú er vel heppnuðu Pæjumóti lokið og árangur K.S. stelpna var ágætur. Hæst ber auðvitað glæsilegur árangur 6. flokks A, en stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í mótinu og þar með gullið í sínum flokki. 4. flokkur B fékk silfurverðlaun og því átti K.S. tvö lið á verðlaunapöllunum í dag. Hinum K.S. liðunum gekk flestum vel og það fer ekki á milli mála að það er mikil gróska í stelpnaboltanum hjá okkur um þessar mundir."Á heimasíðunni eru kærar kveðjur frá mótshöldurum."Þakkir vegna PæjumótsMótsstjórn Pæjumóts og stjórn K.S. þakka kærlega öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem komu að Pæjumótinu á einn eða annan hátt fyrir þeirra hlut. Án góðrar aðstoðar bæjabúa og styrktaraðila væri ekki hægt að halda svo glæsilegt mót. Þá er og ástæða til að þakka gestum okkar þátttökuna og góða umgengni um helgina"
Lesa meira

Berjadagar

BerjadagarTónlistarhátíð í Ólafsfirði 18.–20. ágúst 2006Föstudagskvöld 18. ágústUpphafstónleikarí Tjarnarborg klukkan 20:30.Herdís Egilsdóttir setur hátíðina við kertaljós.Að því búnu verða haldnir tónleikar tileinkaðir 250 ára afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart.Laugardagur 19. ágústSungið á langspil og simfón klukkan 15:00.Þjóðlög sungin í Kvíabekkjarkirkju við undirleik á þessi fornu hljóðfæri.Strengleikarí Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20:30.Tónleikar Guðnýjar Guðmundsdóttur, Gunnars Kvaran, Pálínu Árnadóttur og Unnar Sveinbjarnardóttur. Sunnudagur 20. ágústHarmónikutónleikar Tatu Kantomaaí Ólafsfjarðarkirkju klukkan 15:00.Berjablátt lokakvöldí Tjarnarborg klukkan 20:30.Þátttakendur hátíðarinnar á léttu nótunum.Sýning Herdísar Egilsdóttur Sjávarskart og skjóður, munir unnir úr hlýra- og laxaroði, verður opin í safnaðarheimili Ólafsfjarðarkirkju laugardag og sunnudag milli klukkan17:00 og 19:00 og auk þess í hléi á tónleikum í kirkjunni báða dagana.Listamenn á Berjadögum árið 2006 eru:Gunnar Kvaran sellóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Pálína Árnadóttir fiðluleikari, Unnur Sveinbjarnardóttir víóluleikari, Albert Osterhammer klarinettleikari, Tatu Kantomaa harmónikuleikari, Herdís Egilsdóttir myndlistarmaður, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Halldór B. Arnarson hornleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Guðmundur Ólafsson leikari, Sigursveinn Magnússon tónlistarmaður, Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona, Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari.
Lesa meira

Fréttatilkynning

Á bæjarstjórnarfundi í Ólafsfirði 18. júlí var gengið frá ráðningu bæjarstjóra í Fjallabyggð.Fyrir valinu varð Þórir Kristinn Þórisson búsettur á Seltjarnarnesi. Þórir er fæddur 16.maí 1953. Hann er kvæntur Erlu Bjartmarz og eiga þau tvær dætur, Evu Cörlu (f. 1980) og Alexöndru (f. 1986). Þórir er meistari í rafeindavirkjun og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða á tölvusviði og í stjórnun. Hann hefur unnið hjá IBM á Íslandi (síðar Nýherja frá árinu 1977 og verið þar m.a. framkvæmdastjóri þjónustusviðs.Starfssamningur við Þóri gildir frá 1. september 2006 til 30. júní 2010. Við óskum nýráðnum bæjarstjóra til hamingju og bjóðum fjölskylduna velkoma til Fjallabyggðar. Það er von okkar og trú að nýráðinn bæjarstjóri komi öflugur til leiks og við væntum góðs af starfskröftum hans í þágu hins nýja sveitarfélags.Þess ber að geta að þau hjónin eiga hús á Siglufirði og munu búa þar.Af öðrum málum er það helst að nefndir eru óðum að fara af stað með fundarhöld og það er stefna meirihlutans að halda öllu nefndarstarfi mjög virku og reyna að afgreiða þau mál sem berast fljótt og vel. Skipulags- og umhverfisnefnd er búin að halda sinn fyrsta fund og í vikunni munu fræðslunefnd, húsnæðisnefnd, félagsmálanefnd og menningarnefnd funda.Framkvæmdir samkvæmt fjárhagsáætlun eru í gangi eða að fara af stað og verður reynt að halda áætlun þó svo einhverju verði eflaust breytt og öðru bætt við sem nauðsynlegt er.Bæjarbúar !Endilega hafið samband við skrifstofur bæjarins, bæjarfulltrúa eða starfsmenn ef ykkur liggur eitthvað á hjarta eða ef eitthvað þarf úrlausnar við. Ef við höfum tök á þá reynum við að leysa úr málum. Með kveðjuÞorsteinn Ásgeirssonforseti bæjarstjórnar
Lesa meira

Fundarboð bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Samkvæmt fundarboði forseta bæjarstjórnar verður þriðjifundur bæjarstjórnar Fjallabyggðarhaldinn í Húsi félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 18. júlí 2006 kl. 17.00.Dagskrá1. Fundargerð bæjarráðs frá 13. júlí 2006.2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. júlí 2006.3. Ráðning bæjarstjóra.4. Ráðningarsamningur við bæjarstjóra.
Lesa meira