Fréttir

Styrkir og framlög 2007

Gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2007 er hafin. Einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2007 er bent á að umsóknir þurfa að hafa borist bæjaryfirvöldum 1. desember n.k. Umsókn þarf að fylgja greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt er um styrk til, svo og síðasta skattframtal eða ársreikningur. Áskilinn er réttur til að krefjast fyllri gagna en umsókn fylgja, þyki þess þörf.Aðeins umsóknir sem berast fyrir auglýstan frest verða teknar fyrir við áætlanagerð.Umsóknir skal senda til :Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Gránugötu 24, 580 Siglufirði, eða Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði.Í Fjallabyggð 10. nóvember 2006.Skrifstofustjóri
Lesa meira

Nýr þjálfari KS Leifturs í knattspyrnu

Ragnar Hauksson ráðinn þjálfari KS Leifturs.Í dag var gengið frá samningi við Ragnar Hauksson og tekur hann nú við þjálfun KS Leifturs til tveggja ára. Gert er ráð fyrir því að ráða þjálfara honum til aðstoðar sem staðsettur verður á Ólafsfirði. Meistaraflokksráð KS Leifturs fagnar þessari niðurstöðu og bindur vonir við að liðið geti komið sterkt til leiks næsta sumar en nú verður öll áhersla lögð á að ræða við leikmenn og ganga frá leikmannahópi fyrir tímabilið. (sjá http://www.siglo.is/ks/?ks=frettir)
Lesa meira

Hundahreinsun

Dýralæknir verður í áhaldahúsinu fimmtudaginn 16. nóvember 2006Kl. 16:00 til 17:30Áríðandi er að allir hundar séu hreinsaðir !Kl. 17:30 til 19:30Verður dýralæknirinn á svæði hestamanna Dýraeftirlit Siglufjarðar.
Lesa meira

Fallegt og snyrtilegt umhverfi í Fjallabyggð

Á dögunum veitti Fjallabyggð verðlaun fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfiHrannarbyggð 9, Ólafsfirði. Eigendur eru Ásdís Pálmadóttir og Guðni ÓlafssonKirkjugarðinum á Ólafsfirði. Umsjónarmaður Óskar FinnssonEyrarflöt 2, Siglufirði. Eigendur Berglind Friðriksdóttir og Sigurður Sverrisson.
Lesa meira

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandiverður að þessu sinni haldin í Austur Húnavatnssýlsu. Síðasta ár var uppskeruhátíðin við Mývatn og nú er komið að Húnvetningum að bjóða til sín ferðaþjónustuaðilum af öllu Norðurlandi. Hátíðin verður haldin fimmtudaginn 9. nóvember. Gestir mæta við Upplýsingamiðstöð ferðamála í Brautarhvammi á Blönduósi kl. 11:00. Þar verða rútur sem fara með hópinn í sýnisferð um héraðið. Fróðir heimamenn kynna áhugaverða ferðamannastaði fyrir þátttakendum. Austur Húnavatnssýsla hefur margt að bjóða gestum sínum, bæði í náttúru og menningu. Vonast er til að ferðaþjónustuaðilar af öllu Norðurlandi mæti til leiks og ekki síst að heimamenn taki þátt. Það er mjög gagnlegt og skemmtilegt fyrir fólk í greininni að bera saman bækur sínar og eyða deginum saman. Hádegisverður verður snæddur í nýju hóteli á landnámsbænum Hofi í Vatnsdal. Þór Hjaltalín minjavörður mun kynna verkefnið “Á slóð vatnsdælasögu”. Komið verður við í Blöndustöð, Þingeyrakirkju og á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi þar sem Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstýra á Blönduósi og Elín Sigurðardóttir safnstýra taka á móti gestum. Eftir skemmtilega skoðunarferð verða gestir boðnir velkomnir til Skagastrandar í hinu glæsilega kaffihúsi, Kaffi Viðvík. Matarveisla og skemmtun verður í Kántrýbæ, þar sem Magnús B. Jónsson sveitastjóri sér um veislustjórn í Villta vestrinu. Skoðunarferð og veitingar eru gestum að kostnaðarlausu, en gistingu verður hver að sjá um fyrir sig. Gist verður á Blönduósi . Gistimöguleikar eru á Hóteli, Gistihúsi og í sumarhúsum. Bókanir í gistingu: Glaðheimar s. 898 1832 og Gistiheimilið Blönduból s. 892 3455. Sértilboð verður á gistingu í tilefni uppskeruhátíðarinnar. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi tekur við skráningum og veitir upplýsingar á heimasíðunni www.nordurland.is eða í netfangingu nordurland@nordurland.is , einnig Haukur Suska-Garðarsson starfsmaður SSNV Atvinnuþróunar í síma 455 4300 eða haukur@ssnv.is . Helst þarf að skrá þátttöku fyrir 2. nóvember. Hátíðin í fyrra heppnaðist mjög vel og verður þessi ekki síðri. Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að taka þátt. Mætum hress í Húnvatnssýsluna og njótum skemmtunar og fróðleiks með öðrum ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi.
Lesa meira

Skáldið og sálusorgarinn Matthías Jochumsson

Stoðvinafélag Minjasafnsins á Akureyri stendur fyrir dagskrá um sr. Matthías Jochumsson í Amtsbókasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, fyrsta vetrardag kl 14.Stoðvinafélag Minjasafnsins var stofnað á 40 ára afmæli þess árið 2002 og hefur síðan stutt við starfsemi þess á ýmsan hátt. Meðal annars hefur það efnt til fyrirlestra og sýninga um Arthur Gook trúboða og hómópata, og um orgelleik og orgelleikara í kirkjum Eyjafjarðar. Dagskráin um sr. Matthías verður flutt sem stutt erindi sem sýna manninn, prestinn og þjóðskáldið frá ýmsum sjónarhornum. Matthías var sóknarprestur á Akureyri frá 1887-1900, var með litríkari borgurum á Akureyri á sinni tíð og tók heilshugar þátt í gleði og sorgum samferðafólks síns. Sérstakur gestur verður Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur, höfundur bókarinnar Upp á sigurhæðir, sem einmitt kemur í bókabúðir þessa dagana. Í hléi syngur stúlknakór frá Akureyrarkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, og Amtskaffi verður opið. Eftir dagskrána verður hús skáldsins, Sigurhæðir, opið til skoðunar. Þar bjó sr. Matthías ásamt konu sinni Guðrúnu Runólfsdóttir um 17 ára skeið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Lesa meira

Malbikunarframkvæmdir í lok vikunnar

16. október 2006Vegna bilunar í malbikunarstöð á Akureyri var ekki hægt að ljúka við malbikun Hávegar í Siglufirði.Stefnt er að því að ljúka verkinu í lok vikunnar.Bæjartæknifræðingur
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 17. október

5. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðarverður haldinn í Húsi félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 17. október 2006 kl. 17.00.Dagskrá1. Fundagerðir bæjarráðs frá 14., 21. og 26. september og 3. og 10. október 2006.2. Fundagerðir skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. september og 4. október 2006.3. Fundargerð félagsmálanefndar frá 28. september 2006.4. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 29. september 2006.5. Fundargerð hafnarstjórnar Siglufjarðar frá 2. október 2006.6. Fundargerð fræðslunefndar frá 5. október 2006.7. Fundargerð frístundanefndar frá 10. október 2006.Ólafsfirði 13. október 2006Þorsteinn Ásgeirssonforseti bæjarstjórnar
Lesa meira

Héðinsfjarðargöng

Laugardaginn 30. september kl. 14:01 mun samgönguráðherra tendra fyrstu formlegu sprengingu við Héðinsfjarðargöng.Sprengingin verður framkvæmd við gangamunna Siglufjarðarmegin í Skútudal. Héðinsfjarðargöng er stærsta verkefni sem Vegagerðin hefur boðið út og var verksamningur milli Vegagerðarinnar og verktakans Metrostav a.s. og Háfell ehf undirritaður á Siglufirði þann 20. maí sl.Upphæð verksamnings er um 5,7 milljarðar króna en heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmir 7 milljarðar. Framkvæmdin er liður í að bæta samgöngur, auka umferðaröryggi og tengja Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja þannig byggð á svæðinu. Framkvæmdin mun stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar úr 62 km í um 15 km miðað við leið um Lágheiði og úr 234 km í 15 km miðað við leið um Öxnadalsheiði. Jarðgöngin verða tvíbreið, um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Við alla gangamunna verða steyptir vegskálar, samtals um 450 m að lengd. Heildarlengd ganga verður því ríflega 11 km. Verkið nær ennfremur til lagningar 2 km langs aðkomuvegar í Siglufirði, um 0,6 km langs vegar í Héðinsfirði og um 0,6 km langs vegar í Ólafsfirði. Einnig er innifalin breikkun á 0,7 km löngum vegarkafla í Siglufirði, brú yfir Héðinsfjarðará og minni háttar vegtengingar í Siglufirði, Héðinsfirði og Ólafsfirði.Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi: Losun á efni úr göngum og skeringum 1.000.000 m³ Heildarfyllingar og burðarlög vega 500.000 m³ Efnislosun (umframefni) 500.000 m3 Bergboltar 34.000 stk. Sprautusteypa 24.000 m³ Vatnsklæðningar í göngum 100.000 m2 Steypa í vegskála 4.500 m³ Malbik 106.000 m2 Framkvæmdir á verkstað hófust í júní sl. við gröft á forskeringum við gangamunna í Siglufirði og Ólafsfirði.Síðan hefur verið unnið að forskeringunum og vegagerð á báðum stöðum ásamt almennri aðstöðusköpun.Göngin verða unnin úr báðum áttum þ.e. frá Siglufirði og Ólafsfirði.Reiknað er með að gangagröftur frá Ólafsfirði hefjist í næsta mánuði. Verkinu skal að fullu lokið í desember 2009. Nú starfa um 50 manns á svæðinu af hálfu verktaka Fulltrúi Vegagerðarinnar í verkinu er Sigurður Oddsson deildarstjóri framkvæmda á Norðaustursvæði (s. 894 3636).Verkefnisstjóri verktaka er Magnús Jónsson (s. 863 9968) og staðarstjóri gangagerðar af hálfu verktaka er David Cyron (s. 840 1311).Umsjón framkvæmda og eftirlit er í höndum GeoTek ehf.Umsjónarmaður er Björn A. Harðarson (s. 893 9003) og staðgengill hans og eftirlitsmaður er Oddur Sigurðsson (s. 893 9001).Frekari upplýsingar um verkið veita neðangreindir:Sigurður Oddsson fulltrúi verkkaupa sími 8943636Eiður Haraldsson forstjóri Háfells ehf. sími 8922050
Lesa meira

Ráðstefna

Skipulag og ábyrgð íþrótta- og æskulýðshreyfingaRáðstefnan er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Bandalags íslenskra skáta. Á ráðstefnunni verður reynt að varpa ljósi á þá þætti sem hafa ber í huga í barna- og unglingastarfi og sérstaklega þeim þáttum sem snúa að forvörnum. Ráðstefnan er haldin í tengslum við forvarnardag í grunnskólum, sem er að frumkvæði forseta Íslands og Actavis.Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík – mánudaginn 25. september 2006 kl. 13:00 -17:00Dagskrá:13:00 Ávarp forseta Íslands 13:10 Framtíð félagsauðs: Um skipulag og hlutverk íþrótta og æskulyðsstarfs– Þórólfur Þórlindsson prófessor við Félagsvísindadeild HÍ13:40 Skipulag frístundastarfs – Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands14:05 Þátttaka og brottfall úr æskulýðsstarfi – Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur14:35 Frístundastarf í Reykjanesbæ – Ragnar Örn Pétursson íþrótta-og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar15:00 Kaffihlé 15:15 Að gera skyldu sína við guð og ættjörðina - staða frístundahreyfinga í hverfulum heimi – Kjartan Ólafsson félagsfræðingur við rannsóknadeild Háskóla Akureyrar 15:40 Ábyrgð frístundahreyfinga – Björn Ingi Hrafnsson forseti borgarráðs og formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar 16:00 Pallborðsumræður - Þátttakendur í pallborði: Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra,Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Björn B. Jónsson formaður UMFÍ, Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi 17:00 Ráðstefnuslit – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherraRáðstefnustjóri: Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður hjá RUVRáðstefnugjald: Kr. 1.500Skráning: linda@isisport.is, umfi@umfi.is, bis@skatar.is
Lesa meira