Fréttir

Þekkir þú...híbýli mannanna?

Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Margar myndanna eru óþekktar. Nú óskar Minjasafnið eftir aðstoð almennings við það að koma nafni á andlit og heiti á hús og önnur mannvirki. Minjasafnið á Akureyri opnaði af því tilefni sýninguna Þekkir þú... híbýli mannanna? síðastliðinn laugardag. Á sýningunni er að finna 70 myndir sem þekktir og óþekktir ljósmyndarar tóku fyrr á tímum. Meðal þekktra ljósmyndara sem eiga myndir á sýningunni má nefna Hallgrím Einarsson og Arthur Gook. Flestar myndanna eru frá Akureyri og úr Eyjafirði en einnig frá öðrum landshlutum. Í sólstofunni er hægt að fletta myndum af óþekktum einstaklingum auk möppu með mannamyndum úr eigu Minjasafnins sem birtust í Degi á árunum 1990 – 2000. Hefurðu séð annað eins? Nokkrir sérstæðir gripir úr Minjasafninu verða einnig til sýnis. Þeir eru óvenjulegir og sumir óþekktir, og geta gestir spreytt sig á að finna út heiti þeirra og hlutverk. Í tilefni af 20 ára afmæli ljósmyndadeildar Minjasafnins mun Hörður Geirsson, safnvörður, vera með sérstaka kynningu á tækjum og ljósmyndatækni ólíkra tímabila laugardagana 10. mars og 24. mars kl 14. Þá geta menn kynnt sér hvernig myndir urðu til allt frá því þær voru teknar á myndavélina til þess að standa í ramma á heiðursstað á heimilinu.Sýningin er opin alla laugardaga milli klukkan 14 og 16. Aðgangur á safnið er ókeypis meðan á sýningunni stendur til 28.apríl.
Lesa meira

ORGANISTI – TÓNLISTARKENNARI

Laus er staða organista við Siglufjarðarkirkju og staða tónlistarkennara við Tónlistarskóla Siglufjarðar.Um er að ræða 60% starf við kirkjuna og 100% starf við Tónlistarskólann.Æskilegar kennslugreinar eru píanó- og söngkennsla.Mikil vinna fyrir réttan aðila!Viðkomandi þyrfti helst að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.Upplýsingar gefa: -Skólastjóri, (Elías) s. 464-9132, 895-6924-Formaður sóknarnefndar, (Guðný Páls) s. 464-9160, 864-1624.Fræðslunefnd Fjallabyggðar.Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju
Lesa meira

Múlagöng malbikuð

Vegagerðin áætlar að hefja vinnu við malbikun Múlaganga næstkomandi sunnudag kl. 21:00, göngin verða lokuð fyrir umferð frá þeim tíma og til klukkan 6:30 á mánudagsmorgun. Reikna má með að lokað verði í 3-4 kvöld og nætur á meðan á framkvæmdum stendur. Lágheiðinni verður haldið opinni á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Við bendum á að upplýsingasíma vegagerðarinnar, 1777 og heimasíðu, www.vegagerdin.is
Lesa meira

Roðlaust og beinlaust

Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust sendi frá sér nýjan geisladisk ís sumar, Sjómannasöngvar, sem hefur að geyma 14 sjómannasöngva frá ýmsum tímum. Þetta er þriðji geisladiskur hljómsveitarinnar en áður hafa komið út diskarnir Bráðabirgðalög (2001) og Brælublús (2003).Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust er að stórum hluta skipuð áhöfninni á frystitogaranum Kleifaberg ÓF-2 frá Ólafsfirði, þaðan sem hún á rætur sínar að rekja.Hljómsveitin hefur starfað allt frá árinu 1997 og á þeim tíma spilað víða um land. Roðlaust og beinlaust hafa frá upphafi stutt björgunar- og slysavarnarmál sjómanna með sölu á diskum sínum en allur ágóði af sölu þeirra hefur runnið til slíkra mála og svo verður einnig með nýjasta diskinn en ágóðinn af sölu hans mun renna til Slysavarnarskóla sjómanna. Næsta laugardag ætlar Mogomusic ehf og hljómsveitin Roðlaust og beinlaust að afhenda Slysavarnarskóla sjómanna ávísun, upp á 1.300.000 miljónir króna. Afhendingin verður um borð í Kleifaberginu og hefst kl. 14.00, þar ætlar hljómsveitin að taka lagið og margt annað verður til skemmtunar.Kveðja MaggiMogomusic ehfÆgisbyggð 24625 ÓlafsfirðiSími: 898-2516www.mogo.ismogo@simnet.is
Lesa meira

Skelrækt 2007

Ráðstefna um bláskeljarækt á Hótel KEAþann 12. janúar 2007Tækifæri og framtíðarhorfur nýrrar sjávarútvegsgreinar.SKELRÆKT samtök skelræktenda standa fyrir ráðstefnu um bláskeljarækt þann12. janúar nk. á hótel KEA, Akureyri. Hefst dagskrá kl 9.30 með ávarpi sjávarútvegsráðherra. Með þróunarvinnu íslenskra frumkvöðla hefur safnast mikil þekking a skelrækt á síðustu árum. Ræktunarfyrirtæki, vinnslur og dreifingaraðilar austan hafs og vestan, hafa verið heimsóttir í leit að bestu fyrirmyndum jafnframt því sem mismunandi búnaður og aðferðir hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður.Neysla á bláskel slagar hátt í eina milljón tonna á ári í Evrópu. Hér er því um að ræða einn stærsta sjávarfangsmarkað álfunnar. Íslendingar hafa ekki nýtt sér þennan markað en fyrirspurnum um bláskel frá Íslandi fjölgar eftir því sem eftirspurn eykst á markaði og fregnir berast af tilraunaræktun við Ísland. Erlendir þáttakendur eru frá Kanada, Grænlandi, Skotlandi, Portúgal, Spáni, Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi. Meðal þeirra eru frumkvöðlar og sérfræðingar sem meta ræktunaraðstæður og þróa eftirlits- og stoðkerfi fyrir skelrækt. Í hópnum eru einnig forsvarsmenn fyrirtækja sem þróa og framleiða búnað fyrir skelrækt. Þeir munu einnig munu kynna þá aðferðafræði sem stuðst var við í Kanada við uppbyggingu skelræktar og þá möguleika sem þessi atvinnugrein hefur hér á landi. Ráðstefnan SKELRÆKT 2007 kærkomið tækifæri til að kynna sér möguleika greinarinnar. Nánari upplýsingar og skráning á www.skelraekt.is
Lesa meira

Jólaskreytingaviðurkenningar

Viðurkenningar bæjarstjórnar Fjallabyggðar og Rarik fyrir fallegar jólaskeytingar.Viðurkenningu í flokki fyrirtækja hlutu Bíó Café Siglufirði og Sparisjóður Ólafsfjarðar.Viðurkenningu í flokki íbúðarhúsa hlutu, Suðurgata 86 Siglufirði, eign þeirra Katrínar Sif Andersen og Áka Valssonar og Túngata 5 Ólafsfirði, eign þeirra Kristins Gylfasonar og Fanneyar Jónsdóttur.
Lesa meira

Gleðileg jól

Við óskum ykkur gleðilegra jólaog farsældar á komandi árimeð þökk fyrir árið sem er að líðaBæjarstjórn og starfsmenn Fjallabyggðar
Lesa meira

Þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytis og SSNV

Nýr þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytis og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra – málefni fatlaðra (SSNV málefni fatlaðra) var undirritaður þriðjudaginn 19. desember 2006 kl. 16:00 á Löngumýri í Skagafirði.Samningurinn er gerður til 6 ára, frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2012. Félagsmálaráðuneytið skuldbindur sig til að leggja u.þ.b. 1.900 milljónir króna til verkefnisins á þeim tíma. Samtök sveitarfélaga taka að sér að veita fötluðum börnum og fullorðnum á starfssvæði sínu þá þjónustu sem er á ábyrgð ríkisins samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra.Umsjón og framkvæmd samningsins verður í höndum SSNV málefna fatlaðra. Verkefnisstjóri er Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.Með samningnum ákveða félagsmálaráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra ( SSNV málefni fatlaðra ) að halda áfram því mikilvæga samstarfi sem hófst í apríl 1999. Meginmarkmið samningsins er að samþætta þjónustu við fatlaða í heimabyggð og fella hana eins og framast er unnt að starfsemi annarra þjónustuaðila; færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Þetta er gert með meiri skilvirkni, betri nýtingu fjármuna og auknum þjónustugæðum að leiðarljósi.Samhliða undirritun kynnti félagsmálaráðuneytið ný drög að stefnu í þjónustu við fötluð börn og fullorðna 2007 – 2016.
Lesa meira

Auglýsing um laust starf bókavarðar við Bókasafn Ólafsfjarðar

Auglýst er laust til umsóknar starf bókavarðar við Bókasafn Ólafsfjarðar. Um er að ræða 50% starf. Umsóknum skal skila á Bæjarskrifstofurnar í Ólafsfirði eða á Bókasafn Ólafsfjarðar. Umsóknarfrestur er til 30. 12. 2006. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Bókasafns Ingibjörg Hjartardóttir á Bókasafninu eða í símum: 460 2615 eða 895 7047. Forstöðumaður Bókasafns Ingibjörg Hjartardóttir
Lesa meira

Tryggingastofnun fagnar 70 ára afmæli

Tryggingastofnun fagnar 70 ára afmælimeð piparkökum og heitu súkkulaði fyrir gestir og gangandi á þjónustustöðum stofnunarinnar um land allt föstudaginn 8. des. kl. 9 - 15.30.Afmælið verður í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar á Laugavegi 114 í Reykjavík, Hjálpartækjamiðstöðinni á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi og hjá umboðsmönnum Tryggingastofnunar á 24 skrifstofum sýslumanna á landinu. Afmælisgjöf Tryggingastofnunar til þjóðarinnar, nýr upplýsinga- og þjónustuvefur á slóðinni www.tr.is, verður opnaður sama dag. Lögð hefur verið alúð við að gera nýja vefinn lifandi, aðgengilegan og greinargóðan með tilliti til mismunandi þarfa notenda.Tryggingastofnun hefur í 70 ár annast framkvæmd þeirra laga sem öryggisnet íslensks velferðarsamfélags byggist á. 200 starfsmenn Tryggingastofnunar veita almenningi fjölbreytta þjónustu varðandi ellilífeyri, örorkulífeyri, sjúkratryggingar og slysatryggingar. Þar er m.a. veitt aðstoð vegna hjálpartækja og niðurgreiðslu lyfja-, þjálfunar- og lækniskostnaðar.Starfsfólk Tryggingastofnunar veitir nútímalega þjónustu byggða á gömlum gildum um almannaheill.Nánari upplýsingar veitir:Þorgerður RagnarsdóttirForstöðumaður kynningarmála TRLaugavegi 114, 105 ReykjavikSími: 5604454 Netfang: thorgerdur.ragnarsdottir
Lesa meira