Fréttir

Bæjarstjórn Fjallabyggðar

15. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðarverður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 3. júlí 2007 kl. 17.00.Dagskrá1. Ársreikningar Fjallabyggðar 2006, fyrri umræðaFjallabyggð 29. júní 2007Þórir Kr. ÞórissonbæjarstjóriAðalmenn! Vinsamlegast boðið varamenn ef um forföll er að ræða auk þess að tilkynna það á bæjarskrifstofuna.
Lesa meira

Jónsmessubrenna

Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar gengst fyrir jónsmessubrennu að kvöldi sunnudagsins 24. júní á Ósbrekkusandi. Kveikt verður í bálkestinum um klukkan 20:30.
Lesa meira

Hátíðarhöld 17. júní 2007 á Siglufirði

Dagskrá hátíðarhaldanna hefst með skrúðgöngu og er fólk hvatt til að fjölmenna. Skrúðgangan leggur af stað frá kirkjunni undir trumbuslætti kl. 13:15 og verða ýmsar furðuverur með í för til að gleðja börnin. Gengið verður að minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar og Sigríðar Lárusdóttur við Hvanneyri og verður stutt athöfn þar. Svo er haldið áfram að Torginu og verður tekið á móti skrúðgöngunni með lúðrablæstri úr kirkjuturninum.Leiktæki og skemmtiatriði verða á svæðinu fram eftir degi. Það er undir okkur komið sem byggjum bæinn, að gera þessi hátíðarhöld sem veglegust og viljum við hvetja bæjarbúa að taka þátt frá upphafi til enda. Leikfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói
Lesa meira

Sumardagskrá Síldarminjasafnsins 2007

9. júní - Síldarsöltun fyrir skemmtiferðaskip.17. júní - Síldarsöltun fyrir skemmtiferðaskip.22. júní - 24. júní - Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins.22. júní kl. 17.00 - Opnun listsýningar Sigurjóns Jóhannssonar - vatnslitastemningar frá síldarárunum.23. júní kl. 14.00 - Málþing um Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness. Bókmenntafræðingar, sagnfræðingar og áhugamenn ræða um skáldsöguna og tengsl hennar við síldarveruleikann. kl. 20.30 - Róaldsbrakki 100 ára, síldarsöltun á Róaldsbryggju. 24. júní kl. 14.00 - Við rústir Evangersverksmiðju, nýr áningarstaður ferðamanna vígður við rústir Evangersverksmiðju. 4.- 7. júlí - Þjóðlagahátíðin – nokkrir tónleikar á safninu.7. júlí kl. 15.00 - Síldarsöltun, söngur og dans á Róaldsbryggju. 14. júlí kl. 15.00 - Síldarsöltun, söngur og dans á Róaldsbryggju.21. júlí kl. 15.00 - Síldarsöltun, söngur og dans á Róaldsbryggju.28. júlí kl. 15.00 - Síldarsöltun, söngur og dans á Róaldsbryggju.4.- 5. ágúst - Síldarsöltun á Síldarævintýri.
Lesa meira

Blúshátíðin Ólafsfirði

Nú er dagskrá Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði komin inn á heimasíðu þeirra, hátíðin er haldin dagana 28.-30. júníSlóðin er www.olafsfjordur.is/blues
Lesa meira

Afmælishátíð á Leikhólum, Ólafsfirði

Leikskólinn okkar er 25 ára nú í byrjun júní.Í tilefni af því er afmælishátíð á Leikhólum þann 9. júní frá klukkan 12:00-15:00Tekin verður fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við leikskólann.Þá verður einnig sýning á verkum barnanna og ljósmyndasýning frá 25 ára sögu leikskólans. Svo verður að sjálfsögðu ýmislegt til gamans gert. Skralli trúður mætir á svæðið, hoppukastali, grill og risastór afmælisterta.Um leið og við minnum á þessi merku tímamót viljum við bjóða alla velkomna til okkar á laugardaginn í afmælisveisluna.Kveðja, börn og starfsfólk á Leikhólum.
Lesa meira

Sundlaug lokuð þessa vikuna

Sundlaugin verður lokuð þessa viku vegna viðhalds og framkvæmda
Lesa meira

Nemendur vinnuskóla

Mæting nemenda í vinnuskóla Fjallabyggðar (Siglufirði) er mánudaginn 11. júní kl. 8:30 í húsnæði vinnuskóla (Gamla áhaldahús)Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Lesa meira

Garðsláttur

Vinnuskóli og áhaldahús Fjallabyggðar bjóða ellilífeyrisþegum og öryrkjum upp á garðslátt í heimagörðum. Þeir sem hyggjast nýta sér þessa þjónustu skrái niður nafn og heimilisfang: Ólafsfjörður á bæjarskrifstofu (464-9200) Siglufjörður í Ráðhúsi (464-9100)
Lesa meira

Um slit á Hafnarsamlagi Eyjafjarðar

Eigendur Hafnasamlags Eyjafjarðar bs. hafa ákveðið að leggja samlagið niður. Þeir sem þurfa að reka erindi gagnvart þeim höfnum sem voru í samlaginu er bent á, frá og með 1. júní, að snúa sér til:• Hafnarsjóðs Fjallabyggðar, kt. 580607-0880, Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði, vegna Ólafsfjarðarhafnar, • Hafnasamlags Norðurlands, kt. 6503712919, Fiskitanga 600 Akureyri, vegna Hríseyjarhafnar og • Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, kt. 620598-2089, Ráðhúsinu 620 Dalvík, vegna hafnanna á Dalvík, á Árskógssandi og á Hauganesi. Samkvæmt ákvörðun eigenda mun Dalvíkurbyggð sjá um slit hafnasamlagsins. Þangað má því snúa sér ef um einhver vafamál er að ræða.Nánari upplýsingar gefur bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð, Svanfríður Jónasdóttir, s. 460 4902
Lesa meira