Fréttir

Atvinna - Starfsmaður félagsmiðstöðvar í Siglufirði

Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf við Félagsmiðstöðina Æskó, félagsmiðstöð unglinga í Siglufirði
Lesa meira

Atvinna - Starfsmaður félagsmiðstöðvar í Ólafsfirði

Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf við Félagsmiðstöðina Tunglið, félagsmiðstöð unglinga í Ólafsfirði.
Lesa meira

Brúðubíllinn í Ólafsfirði

Sunnudaginn 12. ágúst kl. 14:00 mun brúðubíllinn sýna verkið „Lilli og Halli Hákarl“ á planinu við Tjarnarborg. Það kostar ekkert að koma og sjá og eru sem flestir hvattir til að mæta. Sýningin er í boði: Fjallabyggð Foreldrafélag Grunnskóla Ólafsfjarðar Foreldrafélag Leikhóla
Lesa meira

Pæjumót á Siglufirði

Pæjumótið fer fram nú um helgina dagana 10.-12. ágúst á Siglufirði. Pæjumótið er fyrir stúlkur í 4. 5. 6. og 7. flokki. Nánari upplýsingar um mótið má finna á www.siglo.is/ks/paejumot  
Lesa meira

Atvinna - Íþróttamiðstöð Ólafsfirði

Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar óskar eftir starfsmanni í 70% starf. Um er að ræða fasta vinnu við sundlaugavörslu, baðvörslu, hreingerningar og fleira. Unnið er á dag- kvöld- og helgarvöktum. Leitað er að starfsmönnum með góða þjónustulund og sem eiga gott með að umgangast jafnt börn sem fullorðna. Æskilegt að umsækjendur séu eldri en 20 ára. Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sundstaða og skila heilbrigðisvottorði. Umsóknareyðublöð fást í Íþróttamiöstöð Ólafsfjarðar og skal umsóknum skilað þangað fyrir 10. september 2007. Laun skv. Kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 863-1466
Lesa meira

Bókasafn Ólafsfjarðar lokað í dag og á morgun

Bókasafn Ólafsfjarðar er lokað í dag 7. ágúst og á morgun 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Opið næst fimmtudaginn 9. ágúst
Lesa meira

Ísland Norðurlandameistari í karlaflokki 35 ára og eldri

Fram kemur á kylfingur.is að íslenska karlasveitin skipuð kylfingum 35 ára og eldri tryggði sér í dag Norðurlandameistaratitilinn í golfi á Norðurlandamótinu sem fram fer á Norður-Jótlandi í Danmörku. Sigurbjörn Þorgeirsson (Golfklúbbi Ólafsfjarðar) var einn af 4 í landsliðinu eins og fram hefur komið hjá okkur. Nánar um þetta á kylfingur.is
Lesa meira

Tímaritið Fjallabyggð 2007

Út er komið tímaritið Fjallabyggð 2007. Þar er að finna greinar úr atvinnulífi í Fjallabyggð, upplýsingar um söfn og viðburði í ágúst. Hér er að finna tímaritið á rafrænu formi (pdf).
Lesa meira

Velkomin á nýja heimasíðu Fjallabyggðar

Heimasíða Fjallabyggðar er liður í sameiningarferli sveitarfélagsins og leið til að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um starfsemi og þjónustu sem þar er hægt að nálgast. Áfram munu gömlu heimasíðurnar lifa fyrst um sinn, án uppfærslu á fréttum eða fundargerðum. Njótið vel Bestu kveðjur Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri    
Lesa meira

Landsliðsmaður í Golfi

Í fyrsta skiptið í sögunni hefur kylfingur úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar verið valinn í landslið fyrir Íslands hönd sem keppir á Norðurlandamótinu í Danmörku í byrjun ágúst. Það er að sjálfssögðu Sigurbjörn Þorgeirsson sem um ræðir. Sigurbjörn spilar með landsliði 35 ára og eldri en það er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir landslið í þeim flokki.Frétt fengin af kylfingur.is http://kylfingur.vf.is/Frettir/?path=/resources/Controls/8.ascx&C=ConnectionString&Q=Top%202%20News&Groups=26&ID=6579&Index=3
Lesa meira