Fréttir

Fjallabyggð sigraði Fjarðabyggð í Útsvari

Lið Fjallabyggðar sigraði lið Fjarðabyggðar í spurningaþættinum Útsvari síðastliðinn föstudag með 73 stigum gegn 55.
Lesa meira

Fundur í bæjarstjórn

18. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu Siglufirði þriðjudaginn 16. október 2007 kl. 17.00.
Lesa meira

Handboltaleikur á Siglufirði

Nú er tækifæri á að sjá alvöru handboltaleik í heimabyggð. Handboltalið KS tekur á móti ÍR 2 í keppninni um SS-Bikarinn í íþróttahúsinu á Siglufirði föstudaginn 12.október klukkan 18:30. Allir á völlinn! Áfram KS!
Lesa meira

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Lesa meira

Söngskemmtun flutt vegna ófærðar

Vegna ófærðar á Lágheiði hefur Kirkjukór Ólafsfjarðar ákveðið að fella niður söngskemmtun sem vera átti í Siglufjarðarkirkju í dag kl. 16. Þess í stað mun kórinn halda söngskemmtun í Ólafsfjarðarkirkju kl. 17 í dag.
Lesa meira

Fjallabyggð í spurningarþættinum Útsvar

Útsvar er nýr þáttur hjá sjónvarpinu þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Þættirnir eru í beinni útsendingu á föstudagskvöldum. Fjallabyggð keppir við Fjarðabyggð föstudaginn 12. október. Þeir sem hafa áhuga á því að fylgjast með í sjónvarpssal geta skráð sig á ruv.is/utsvar
Lesa meira

Fjallabyggð býður í ræktina og sund

Opið hús verður í tækjasalina á Siglufirði og Ólafsfirði laugardaginn 6. október nk. (leiðbeinendur verða á Siglufirði frá 10-13) Í tengslum við alþjóðlega Hjartadaginn mun Fjallabyggð stuðla að hreyfingu og heilbrigði með því að bjóða frítt í tækjasal og sund laugardaginn 6. október. Opið er frá 10-14 Einnig verður frítt í sund þennan dag í tengslum við alþjóðlega Hjartadaginn (sem var reyndar 30. sept sl.)
Lesa meira

Margir siglfirðingar á Alþingi

Morgunblaðið birti í dag umfjöllun um fjölda þingmanna sem tengjast Siglufirði á einhvern hátt. í ljós kemur að 12 þingmenn af 63 eiga tengsl við bæinn. Greinina má lesa á http://www.mbl.is.
Lesa meira

Viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi

Í síðustu viku veitti skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi í Fjallabyggð.
Lesa meira

Afsláttur af lóðargjöldum í Fjallabyggð

Ákveðið hefur verið að veita 500 þ.kr. afslátt af lóðargjöldum frá 1. ágúst 2007 til 31. desember 2009, til að hvetja til nýbygginga í Fjallabyggð.
Lesa meira