Fréttir

Niðurstöður íbúafundanna komnar

Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur skilað af sér niðurstöðum íbúafundanna sem haldnir voru í Fjallabyggð dagana 17. og 18. september sl. Í skýrslunni eru kynntar hugmyndir, tillögur og ábendingar fundarmanna, þær teknar saman og flokkaðar eftir efni og tíðni.
Lesa meira

Íslenska fyrir útlendinga

Samið hefur verið við tungumálakennslufyrirtækið Margvís um umsjón með íslenskukennslu fyrir útlendinga í Ólafsfirði. Boðið verður upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna eftir því sem eftirspurn leyfir. Language courses for foreigners in Ólafsfjörður Nauka języka islandzkiego dla cudzoziemców
Lesa meira

Fjölmenningarhátíð á Ólafsfirði

Í tilefni af kynningarviku Rauða krossins stóð Ólafsfjarðardeild fyrir fjölmenningarkvöldi í Tjarnarborg. Um 150 manns, af níu þjóðernum, mættu á hátíðina, sem er tæplega 20% af íbúum Ólafsfjarðar.
Lesa meira

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Þverár í Ólafsfirði

Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og samþykktar bæjarstjórnar Fjallabyggðar 16. október 2007 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Þverár í Ólafsfirði, Fjallabyggð.
Lesa meira

Atvinna – Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar

Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í 100% starf. Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 1. nóvember 2007 til 31. maí 2008 við sundlaugavörslu, baðvörslu (karla), hreingerningar og fleira. Unnið er á dag- kvöld- og helgarvöktum.
Lesa meira

Laus er staða leikskólastjóra í leikskólanum Leikskálum á Siglufirði

Lesa meira

Fréttatilkynning

Á bæjarstjórnarfundi sl. 16. október var samþykkt tilboð Rauðku ehf. um kaup á 6 íbúðum í Hafnartúni 28 til 38 Siglufirði. Umsamið verð er 40.000.000,- kr.
Lesa meira

KS/Leiftur með 4 leikmenn í liði ársins

Í gær tilkynnti heimasíðan http://www.fotbolti.net/ lið ársins 2007 í 2.deild karla í knattspyrnu. Foltbolti.net hefur undanfarin ár staðið fyrir þessari tilnefningu og eru það þjálfarar og fyrirliðar liða í deildinni sem velja liðið. En að sjálfsögðu er ekki heimilt að velja leikmenn úr sínu félagi. KS/Leiftur á 4 leikmenn í liði ársins, Þorvald Þorsteinsson, Dusan Ivkovic, Sandor Foritz og Ragnar Hauksson. Einnig var Ragnar Hauksson valinn þjálfari ársins.
Lesa meira

Ljóðahátíðin Glóð á Siglufirði

Dagana 18.-20. október fer fram ljóðahátíð á Siglufirði og hefur hún hlotið nafnið Glóð og er stefnt að því að gera hana að árlegum viðburði.  Það eru Ungmennafélagið Glói og Herhúsfélagið á Siglufirði sem standa að hátíðinni í samvinnu við Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar. 
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr bæjarsjóði 2008

Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2008 er bent á að senda inn umsóknir til bæjaryfirvalda í síðasta lagi 31.október n.k.
Lesa meira