Fréttir

Auglýst er eftir umsóknum til stuðnings verkefna til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2008

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2008 var samþykkt 18. desember sl. Samkvæmt henni verður rekstrarniðurstaðan jákvæð um 104 milljónir króna þetta árið. Áætlað er að handbært fé verði 366 milljónir í lok árs 2008 sem er 23% af heildartekjum. Áætlaðar eru framkvæmdir fyrir um 244 miljónir á árinu 2008. Ljúka á við stækkun leikskólans í Ólafsfirði. Kaupa á snjótroðara fyrir skíðasvæðið á Siglufirði og halda á áfram framkvæmdum við gatnagerð, vatnsveitu, fráveitu, hafnir, auk viðhalds og uppbyggingu á ýmsum eignum bæjarins.
Lesa meira

Auglýst er eftir verkefnisstjóra vegna stofnunar framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir verkefnisstjóra vegna stofnunar framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Hægt að skoða auglýsinguna á eftirfarandi slóð. http://www.mbl.is/mm/atvinna/starf.html?adno=621930 Í auglýsingunni kemur m.a. fram að skólinn verði með höfuðstöðvar í Ólafsfirði og að starfsemi hans eigi að mæta sem best þörfum íbúa í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð fyrir menntun á framhaldsskólastigi.  
Lesa meira

Bilanir í símkerfi

Símkerfi Fjallabyggðar hefur verið í ólagi undanfarna daga með þeim afleiðingum að símasamband sveitarfélagsins dettur inn og út. Villileit innan símakerfisins stendur nú yfir og því gætu einhver símanúmer verið að detta inni og út. Við biðjumst velvirðingar á öllum óþægindum vegna þessa og vonum að kerfið komist í lag sem fyrst.
Lesa meira

Jólakveðja

Bæjarstjóri, bæjarstjórn og starfsmenn Fjallabyggðar senda öllum íbúum Fjallabyggðar hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. F.h. Fjallabyggðar    Þórir Kr. Þórisson
Lesa meira

Skötuveislur í Allanum, Bíó Café og Höllinni á Þorláksmessu

Skötuveislur verða í þremur veitingastöðum í Fjallabyggð í ár. Höllin í Ólafsfirði verður með Skötuveislu í hádeginu á Þorláksmessu og einnig um kvöldið. Bíó Café á Siglufirði og Allinn á Siglufirði verða með Skötuveislu kl. 12:00 á hádegi á Þorláksmessu
Lesa meira

Dósamóttakan í Ólafsfirði auglýsir

Af illviðráðanlegum ástæðum verður dósamóttakan í Ólafsfirði lokuð í dag fimmtudag. Opið verður á morgun föstudag kl 16-18. sem er þá síðasti opnunardagur fyrir jól. Reiknað er með að móttakan opni aftur 8. janúar 2008
Lesa meira

Opnun á bókasöfnunum yfir hátíðarnar

Lesa meira

Ártalið og ljósin á brún Hvanneyrarskálar tendruð í 65. sinn

Ártalið og ljósin á brún Hvanneyrarskálar voru sett upp og tendruð af félögum í Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg laugardaginn 15. desember 2007
Lesa meira

Nýtt safnaðarheimili tekið í notkun í Ólafsfirði

Það var þétt setinn bekkurinn þegar nýtt safnaðarheimili við Ólafsfjarðarkirkju var tekið í notkun sunnudaginn 2. desember.
Lesa meira