Fréttir

Skíðanámskeið fyrir byrjendur á Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar fer af stað með byrjendanámskeið um leið og veður leyfir. Skráning er hjá Þuríði Guðbjörns í síma: 847 9967. Frekari upplýsingar má svo finna á símsvara félagsins: 878 1977 eða á síðu þjálfara  http://blog.central.is/alpaskiol
Lesa meira

Frítt í sund á sunnudaginn á Siglufirði

Íþróttamiðstöðin á Siglufirði verður opnuð  sunnudaginn 10. febrúar og verður opin framvegis á sunnudögum milli kl. 13:00 og 17:00. Að þessu tilefni verður frítt í sund næsta sunnudag í sundlauginni á  Siglufirði.
Lesa meira

Dósamóttakan færð

Dósamóttakan í Ólafsfirði hefur ekki verið opin síðan um áramót. Mun dósamóttakan opna aftur fimmtudaginn 7. febrúar og verður hún í andyri á Námuvegi 2, í húsnæði Sigurjóns Magnússonar ehf (áður MT-bílar). Nú verður bara opið einu sinni í viku, á fimmtudögum frá kl. 17:00-18:30. Það er Skíðafélag Ólafsfjarðar sem sér um dósamóttökuna.
Lesa meira

Manstu þá gömlu góðu daga

Byrjað er að undirbúa dansleik á Ketilási, sem halda á laugardaginn 26. júlí.  Ætlunin er að dansleikurinn verði fyrir 45 ára og eldri og sérstaklega fyrir þá Ólafsfirðinga, Siglfirðinga, Fljótamenn og aðra af hippakynslóðinni sem skemmtu sér á Ásnum á árunum frá 1968.  Í dag verður opnaður vefur á moggablogginu http://www.ketilas08.blog.is/  þar sem nánari fréttir verður að finna og þar  geta gestir tjáð sig um málið.
Lesa meira

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Lesa meira

Kötturinn sleginn úr tunnunni

Kötturinn verður sleginn úr tunninni á öskudag kl. 13:00 í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðsdal Siglufirði

Af gefnu tilefni bendum við fólki á að upplýsingasími skíðasvæðis á Siglufirði er 878-3399, þar eru lesin inn skilaboð á hverjum degi.
Lesa meira

Dagur leikskólans

Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli, standa fyrir „degi leikskólans“ þann 6. febrúar, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Lesa meira

Lækkun á álagningu vegna fasteignaskatts í Fjallabyggð

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 24. janúar sl var tekin ákvörðun um að lækka álögur á bæjarbúa Fjallabyggðar vegna fasteignaskatts um tæplega 6 milljónir króna. Ákveðið var að lækka álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði úr 0,475% í 0,400%. Auk þess var ákveðið hækka afslátt fyrir aldraða og öryrkja um 5% og hækka tekjuviðmiðun um 3,3%.
Lesa meira

Efnilegt frjálsíþróttafólk

Umf. Glói sendi 11 keppendur á Stórmót ÍR sem fór fram í hinni glæsilegu frjálsíþróttahöll í Laugardalnum í Reykjavík dagana 19. og 20. janúar sl. Fjöldi keppenda frá Siglufirði vakti mikla athygli og ekki síður hinn góði árangur sem okkar fólk náði.
Lesa meira