Fréttir

Hin nýi vaxtasamningur fer vel af stað.

Alls bárust 23 umsóknir um stuðning hjá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, en umsóknarfresturinn rann út þann 29. febrúar. Bæði klasaverkefni innan tiltekinna atvinnugreina og samstarfsverkefni ólíkra fyrirtækja geta hlotið stuðning.
Lesa meira

Grunnskólar til fyrirmyndar

Föstudaginn 29. febrúar sl. var haldið málþing um einelti og Olweusaráætlunina í Kennaraháskóla Íslands. Á málþinginu var leitast við að svara því hvernig Olweusaráætlunin hefur gjörbreytt skólastarfi frá því árið 2002 þegar verkefnið var sett á laggirnar. Um 130 manns mættu á þingið sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt og þar spiluðu starfsmenn Fjallabyggðar stórt hlutverk.
Lesa meira

24. Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

24. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 11. mars 2008 kl. 17.00.  
Lesa meira

Verið að smíða fyrir okkur nýjan slökkvibíl í Ólafsfirði

Nýverið ritaði Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri undir samning við Sigurjón Magnússon ehf. um smíði yfirbyggingar á nýja slökkvibifreið fyrir Fjallabyggð. Um er að ræða Man bíl með tvöföldu húsi. Áætlaður afhendingartími er í maí á næsta ári og bílnum ætlað að þjóna báðum byggðalögum en verður þó staðsettur á Siglufirði. Kaup þessi eru samkvæmt nýrri brunavarnaráætlun Fjallabyggðar.
Lesa meira

Verið er að moka Lágheiðina

 Við bendum fólki á síðu 481 í textavarpinu, um leið heiðin opnar koma upplýsingar þar inn. (http://www.textavarp.is/481/)  
Lesa meira

“Tveggja Þjónn” á Ólafsfirði.

Leikfélag Siglufjarðar hefur lengi haft áhuga á að setja upp sýningu í austurhluta hins nýja sveitarfélags; Fjallabyggð.  Nú loksins er sá draumur að rætast. Ærsla- og gamanleikurinn ‚Tveggja þjónn‘ eftir Carlo Goldoni í leikstjórn Elfars Loga Hannessonar verður sýndur í Tjarnarborg á Ólafsfirði  laugardaginn 22. mars nk.  Leikritið var frumsýnt á Siglufirði 22. febrúar sl. og þeir sem hafa séð verkið hafa hrósað því hástert og skemmt sér konunglega.   Sýningin hefst kl. 20:00, húsið opnar kl. 19:30  Miðapantanir eru í höndum Víbekku  - 849 5384  og Ingibjörgu - 892 1741 eftir kl. 16:00
Lesa meira

Staðan varðandi úthlutun byggðakvóta

Þórir Kristinn Þórisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur sent frá sér yfirlýsingu um stöðu mála varðandi úthlutun byggðakvóta í Ólafsfirði og Siglufirði.
Lesa meira

Vetrarnámskeið Leitarhunda á Ólafsfirði

Vetrarnámskeið Leitarhunda var haldið á Ólafsfirði dagana 1.-5. mars. Æfingasvæðið var á Lágheiðinni. Alls voru um 27 hundateymi á staðnum sem fengu þjálfun í snjóflóðaleit og þreyttu útkallspróf. Auk hundateymanna voru á svæðinu 5 dómarar, leiðbeinendanemar, 6 aðstoðarmenn frá Akureyri og Neskaupstað. Jafnframt voru um 15 aðstoðarmenn frá björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði til aðstoðar um helgina og 10 menn frá Björgunarsveitinni Tind í Ólafsfirði. Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði sá um matinn fyrir þátttakendur við mikla lukku. 
Lesa meira

Ályktun um álver á Bakka við Húsavík

Í ályktun, sem bæjarráð Fjallabyggðar sendi frá sér fimmtudaginn 28. febrúar, er skorað á stjórnvöld að beita sér fyrir því að af framkvæmdum við álver á Bakka við Húsavík geti orðið sem fyrst. Auk þess segir í ályktuninni að samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði haft veruleg áhrif á afkomu fólks á landsbyggðinni og bent er á fólksfækkun á ýmsum svæðum á Norðurlandi. Kjölfesta í atvinnumálum sé nauðsynleg til þess að snúa vörn í sókn og geti fyrirhugað álver á Bakka skapað slíka kjölfestu.
Lesa meira

Húsasorp ekki tekið á Ólafsfirði í dag

Sorptöku á Ólafsfirði hefur verið frestað þangað til á morgun, vegna veðurs
Lesa meira