Reglur um tekjumörk elli – og örorkulífeyrisþega v lækkana fasteignagjalda árið

Reglur um tekjumörk elli – og örorkulífeyrisþega v lækkana fasteignagjalda árið 2005 eru eftirfarandi:A) Einstaklingar. Lækkun/niðurfelling. 1. Tekjur 2004 lægri en kr. 1.100.000,- 100% 2. Tekjur 2004 kr. 1.100.000,- til kr. 1.500.000,-. 40% 3. Tekjur 2004 hærri en kr. 1.500.000,- enginB) Sambýlisfólk. 1. Tekjur 2004 lægri en kr. 1.730.000,- 100% 2. Tekjur 2004 kr. 1.730.000,- til kr. 2.600.000,- 40% 3. Tekjur 2004 hærri en kr. 2.600.000,- enginAuk ofangreindrar lækkunar á fasteignaskatti verðu sömu aðilum veittur afsláttur af holræsagjaldi og vatnsskatti álögðum 2005 á sama hátt og gert var 2004 eða sem hér segir: Þeir sem falla undir A-1 og B-1 hér að ofan fái 70% afslátt. Þeir sem falla undir A-2 og B-2 hér að ofan fái 50% afslátt. Þeir sem falla undir A-3 og B-3 hér að ofan fái engan afslátt. Sé viðkomandi húsnæði notað til tekjuöflunar (t.d. leigt út) eða til annarra nota en til íbúðar fyrir hluteigandi elli – og örorkuþega verður ekki um lækkun eða niðurfellingu að ræða. Tekjuupplýsingar verða að liggja fyrir í síðasta lagi 1. ágúst 2005. Að öðrum kosti verður ekki um niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum að ræða.