Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 Námuvegur 8 – breytt landnotkun

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 30. apríl 2024 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að lóðin Námuvegur 8 fer úr því að vera á skilgreindu athafnasvæði 302 AT og fellur í stað undir landnotkunaflokkinn verslun og þjónustu, 329 VÞ. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 25.3.2024.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til tæknideildar Fjallabyggðar.

Íris Stefánsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Námuvegur 8 – breytt landnotkun