Tunnufestingar

Vélsmiðja Einars Ámunda hefur hannað tunnufestingar fyrir þær þrjár tunnur sem Fjallabyggð er að fara að taka í gagnið á næstunni.  

Hér á myndinni má sjá nokkrar útfærslur á festingunni (ástæðan fyrir því að einhver er með úrtekið í miðjunni er vegna þess að tvær tunnur eru með festingu í miðjunni sem þarf að komast fyrir og ein ekki)
Er þetta fest á vegg eða í tunnuskýlin og krækjast tunnurnar upp á þetta og fjúka þar af leiðandi ekki í burtu.
Boði eru upp á þrjá efnisflokka álfestingar sem kosta 4800 kr. settið, zink húðaðar járnfestingar á 5000 kr. settið og ryðfrítt stál á kr. 5400 kr. settið. Síminn hjá Einari er 892 9811.