Skipulags- og umhverfisnefnd

Valdsvið
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur umsjón með þeim málaflokkum sem undir hana heyra í umboði bæjarstjórnar. Ákvarðanir hennar eru ekki bindandi fyrir bæjarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar og eftir því sem við á, samþykki Skipulags-stofnunar og staðfesting umhverfisráðherra.

Skipulags- og umhverfisnefnd er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi bæjarfélagsins í málefnum sem henni eru falin nema á fundum skipulags- og umhverfisnefndar. Þó getur nefndin falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með starfsmanni, enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.

Málaflokkar
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur umsjón með skipulagsmálum, byggingarmálum, umferðarmálum, umhverfismálum, gróður- og náttúruverndarmálum, landbúnaðarmálum, málefnum varðandi að- og fráveitu, og málefnum sem varða búfjár- og gæludýrahald. Nefndin hefur einnig umsjón með hreinlætis og heilbrigðismálum að því marki sem þau eru ekki falin heilbrigðisnefndum þeim sem Fjallabyggð er aðili að.

Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar eru aðgengilegar hér.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar

Nafn Starfsheiti Netfang

Aðalmenn

Varamenn